Bréf til Ingu sem breyttist í minningargrein um Afa

Sæl Inga, mér langar að byrja á að hrósa þér fyrir hreinskilnina og að deila þessu með fólki það mættu margir bankamenn fylgja þínu fordæmi en einhverra hluta vegna gera þeir það ekki í stórum mæli. Stolt og ofsatrú á peninga sem huggun og vald yfir eigin lífi og annara virðist þar spila stórann þátt, þannig virðast peningar hafa spilað sama sess í lífi margar og vímuefni og áfengi í lífi alkóhólista og vímuefnafíkla, og þar tala ég af eigin reynslu.

Lausnin og hugarfarið virðist að miklum hluta vera sú sama hvort sem er um vímuefni eða peninga að ræða að skilja raunveruleg verðmæti og að finna leið til að gera sér, fjölskyldu sinni og í raun samfélaginu öllu gagn með framkomu sinni og gjörðum. 

Mörg falleg ummæli sem þú hefur fengið og augljóst að margir hafa þurft að fara í gegnum harða reynslu til að læra hver raunveruleg verðmæti lífsins eru. Nútíma hugmyndin um peningar er líka meingölluð og gjaldmiðlar eru í raun svo nátengdir hlutabréfum að það sem Ólafur segir á í raun við peninga líka í nútíma hagkerfi, að skilja gjaldmiðla eftir til túlkunar fyrir spákaupmenn, bankamenn, lögfræðinga og stjórnmálamenn mun aldrei koma okkur þegnunum að gagni nema mjög tímabundið og þá byggt á skýjaborgum og blekkingum einsog við höfum svo áþreifanlega orðið vör við hér á landi síðustu ár og þú væntanlega ekki farið varhluta af í þínu starfi, ég man að Norðmenn spurðu mig meðan ég bjó þar hvað hefði gerst á Íslandi, hvað hefði breyst því þeir gátu ekki séð nein raunveruleg verðmæti að baki þessum vexti og þessari óraunhæfu styrkingu krónunnar.

Ég trú i því að það sé lífsspursmál fyrir okkur og raun alla "meðalmenn" heimsins að tengja gjaldmiðla aftur við raunveruleg verðmæti svo forðast megi þessa aðstæður í framtíðinni.

En þegar allt kemur til alls er það rétt að heilsan(andleg ekki síst) og hamingjan sem skiptir máli í þessum heimi.

Ég átti afa sem var sósíalisti, hann hét Kristinn Óskarsson og sagði við mig alltaf þegar ég hitti hann að byltingin kæmi og að byltingin yrði blóðug og ég lygndi augunum og hugsaði mikið geturðu nú verið leiðinlegur afi minn. Afi var lögga í Reykjavík í 40 ár, hann var allan tímann svokölluð "blá skyrt" sem þýðir almennur lögreglumaður og komst aldrei í hvíta skyrtu einsog aðrir betur hugsandi menn, hann var bitur yfir þessu, jafnframt var hann læstur inni þegar berja átti á kommunum á Austurvelli 1949 sökum þess hve sterkur hann var og líkur þóttu benda til þess að hann færi að hjálpa kommunum í slagnum, ss það var fyrirfram ákveðið að ráðast gegn fólkinu. Afi minn táraðist jafnan þegar hann sagði mér frá þessum degi í Október og Nóvember lá hann banaleguna sína á Landspítalanum á meðann allt sem hann sagði mér allan tímann kom í ljós, á meðan Byltingin kraumaði á Austurvelli lá hann og kvaddi þennann heim, ég kom oft úr mótmælum að hitta afa á meðan þetta gerðis og til ða flytja honum fréttir af byltingu án blóðs.  Afi var ekkert eins ánægður með að hafa rétt fyrir sér og hann hélt, það gátum við samsinnst um að það er ofmetið að hafa rétt fyrir sér þegar svo hryllilegar afleiðingar eru fyrir marga en það var huggun að geta horft í augun á honum og fullvissað hann um að hér verður aldrei sama ástand og þegar hann ólst upp, hér búum við í upphitaðri matarkistu gat ég sagt við hann og bent honum á að með tilkomu hitaveitu og mikilla fframfar í matarframleiðslu gætum við íslendingar séð um okkur sjálf að langmestu leyti, þetta fannst mér gott og ég sá að áhyggjur hanns dvínuðu og hann brosti mildiega og sagði já þú heldur það, trúir þú þessu Gústi minn?

Já sagði ég afi ég ekki bara trúi þessu ég veit þetta.

Afi var jarðaður í byrjun Desember hann fæddist frostaveturinn mikla 1918 og dó í Kreppunni 2008 eftir langa og viðburðarríka ævi, hvíldu vel afi minn, hvíldarinnar unnir þú þér ekki hér á jörð, nú er komið a þér.

Úff, þetta kom alveg óvart og varð kannsksi svolítið langt en enhvernveginn fannst mér þetta hafa með þína sögu að gera.

Gangi þér og þínum vel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Gústi.Afi þinn var frábær kall.Ég á mynd af blokkinni hans á jólakorti sem ég fékk ein jólin.Blessuð sé minning hans.Kveðja til mömmu þinnar.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 11:56

2 Smámynd: Einhver Ágúst

Sæl Birna, takk fyrir það og langt síðan ég hef séð þig.....skila kveðjunni.

Einhver Ágúst, 12.3.2009 kl. 12:51

3 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ég kynntist afa þinum lítillega og hvort það var komminn í sjálfri mér eða fóklinu mínu, þá veistu að mér líkaði afspyrnu vel við hann.  Hann var fróður á menn og málefni, tilfinningaríkur og að mínu mati oftast réttlátur.  Auðvitað fékk hann ekki hvíta skyrtu og það var vegna þess að hann hafði aldrei flokksskírteini frá Valhöll upp á vasann.

Sosialistar eru jafnaðarmenn í eðli sínu, alltaf að huga að þeim sem minnst mega sín og oftar en ekki bitnar það kannski á þeim sem síst skyldi. Þ.e.a.s. nánustu fjölskyldu.  Ef að börnin manns hafa nóg að bíta og brenna, þá telur sósinn að allt sé í besta lagi og skilur ekki hvers vegna börnin eða makinn kvarta yfir einu eða öðru.  Sosialistinn er of upptekinn við að hugsa um þá sem hann telur eiga bágt.  Þetta einkennir kannski frekar þá sem lítið fengu sjálfir á sínum æskuárum.

Ég var í þannig vinnu um tíma að ég umgekkst lögreglumenn og þeir báru alltaf Kristni þvílíka góðu söguna, bæði af trúmennsku hans og styrkleika.  Afi þinn var heljarmenni, ósérhlífið eðalmenn í alla staði.  Blessuð sé minning hans.

Það liggur við að maður sé fegin að horfnar hetjur þurfi ekki að upplifa þann skrípaleik sem við búum við í dag.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 12.3.2009 kl. 14:59

4 Smámynd: Inga

Sæll Ágúst,

Það var gaman að lesa athugasemdina þína á blogginu mínu, mér þykir leitt að heyra með afa þinn en hann hefur greinilega verið merkilegur maður og örugglega gaman að þekkja hann.

Inga, 12.3.2009 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband