Áfram stelpur

Þetta er ár kvenna á Íslandi, fótboltastelpurnar eru að fara í lokakeppni í Evrópu í sumar eitthvað sem körlunum hefur aldrei tekist og mun aldrei takast samt fá þeir margfalda peningaupphæðir á við stelpurnar frá KSÍ.

Karlrembusvín vilja verja svona skipanir og telja það byggja á að hæfasta fólkið er valið fremur en að einblína á kyn, eru semsagt karlmenn almennt hæfari en konur, ég segi nei. Mér funnst það í mesta lagi undarlegt að verja ójafnað vegna kyns og því miður virðist þurfa kynjakvóta og reglur til að b´rjóta niður þessa ósanngirni.

Hefur einhver ykkar velt því fyir sér að krati er stytting slanguryrðinu demókrati, samkvæmt mínum skilningi er það lýðræðissinni og hvernig getur það verið vont?

Og samkvæmt mínum skilningi á lýðræði að tryggja jafna þáttöku kynjanna í öllu þarsem konur eru nú einu sinni jafn margar og við og ekki gerum við nú mikið án þeirra kvennana í lífi okkar.

En já pólitík er svona og pólitísk hreinsun er eflaust rétt orð, en það er nú einu sinni þannig að Sjálfstæðisflokkurinn er nú búinn að fara ansi langt með að afsala þjóðinni sjálfstæðinu sem hann státar svo gjarnan af og hefur verið uppvís af að sanna svo um munar að þetta "stétt með stétt" kjaftæði er einmitt það kjaftæði.

Norðmenn eru einfaldlega eina þjóðin sem vill hjálpa okkur að svo stöddu það hefur sýnt sig, held þaðhefði þar engu skipt hvaða flokkar hefðu verið þar við völd. Norðmönnum þykir vænt um litla óþekka frænda sinn.


mbl.is Bankaráð Seðlabanka ólöglega skipað?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ekki gleyma systkinum okkar í Færeyjum, sem líta á okkur sem stóru systkin og Norðmenn  líta á okkur sem litlu systkini sín og við erum svo móðguð út af því.  Við vitum allt best eins og þú veist.

Ég teldi það heillavænlegast að í stórn landsins væru a.m.k. 60% konur.

Á mínu heimili er ég í miklum minnihluta en geri samt laaaaaaaaaaaaang mest.

Áfram Ísland, Heia Norge, áfram stelpur og áfram strákar.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 17.3.2009 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband