Kardimommu-lögmálið? endurtekið efni

Hér er gömul færsla sem ég gatt ekki komist hjá að endurbirta

Fór með drengina og familíu að sjá Kardimommubæinn í gær, þvílíkt fínerí og gúmmelaði með glassúr.

Ég komst nú ekki hjá því að setja þetta í sambandi við íslenskt samfélag, og fyrst ber þá að nefna Jóhönnu Sigurðar sem Soffíu frænku, fussandi og sveiandi yfir óráðsíunni og óreglumönnum. En ekki sé ég nú Jóhönnu og Sigurð Kaupthingsbana fara að rugla saman reitum sínum neitt í framtíðinni enda enginn kemistría þar á ferð....

Kasper er svo Sigurður Kaupthingsbani, Lárus Welding er Jesper og svo er hægt að sjá Bjarna Ármann sem Jónatan hinn grandalausa og "næstum" saklausa. Að gera Bjarna að bakara hljómar vel sem og að Lárus Welding verði Sirkusstjóri en að setja Sigurð yfir FME gæti orkað tvímælis en kannski er það eina leiðin til að fá fram sannleikann? Hverjir vita betur hvað eiginlega gerðist og er það satt að allir eru góðir bara ef þeir fá tækifæri? því trúi ég allaveganna.....

Atriðið með þrjóska asnann minnti óneitanlega á þaulsetinn Seðlabankastjóra sem ég nenni ekki einu sinni að nefna en lausnin var auðvitað að setja asnann bara á vagninn og fólkið keyrði honum svo sjálft burt.

Sigurður Líndal er svo í hlutverki hins alvitra og ráðagóða Tobíasar, reyndar gerir Davíð Scheving harða atlögu að honum þessa dagana bitur úr hrunadansinum og eftir enn ein vonbrigðin.

Geir Haarde er bæjarfógetinn Bastíann, allaf léttur en vill lítið gera í málunum sökum ótta við sofandi Ljón, slær hlutunum á frest og dokar við með ofsafína frú uppá arminn, enda situr hún í flottasta fyrirtækina af þeim öllum, sem er svona nútímahobbí fyrir fínar frúr í stað þess að elda og baka.

Óttaslegnir bakarar, Hégómagjarnir rakarar og reiðir pylsugerðarmenn eru svo útum allt alveg gapandi á óréttlætinu og velta fyrir sér hvernig þeir geta tekið réttlætið í eigin hendur, kannski með því að skipta um banka eða bjóða sig fram? Erfitt að segja hvernig það fer allt saman en mér sýnist þeir nú ætla að velja bara það sama aftur mikið til......enda hefur það gefið svo góða raun.

Ljónið er spillingin og frændsemisgreiðakerfið okkar hér á þessu litla landi ásamt lífeyrissjóðunum okkar feitu og pattaralegu, þetta skrímsli þorir enginn maður að styggja á nokkurn hátt. Bara kommúnistadrullusokkar voga sér að nefna slíkt ódæði að gera atlögu að mönnum sem sýsla með mína peninga og þína og leika sér með þá á vægast sagt vafasamann hátt.

En þá eru kannski tvö mikilvægustu hlutverkin eftir, unga fólkið, Kamilla og Tommi sem leysa málin og láta sig varða um það sem gerist í kringum þau, framtíðin sjálf holdi klædd með bjartsýni og von um betri tíð........það skyldi nú aldrei vera?

Ég tek það fram að þetta eru hugleiðingar mínar í dag daginn eftir ég naut sýningarinnar með börnunum, brá þegar ræningjarnir ruddust inn og var á staðnum ekkert að vera kaldhæðinn og fullur svartsýni og vantrausts.....bara hugleiðing.

Ég er allavegann góður þegar ég fæ tækifæri til þess......


mbl.is Soffía frænka og Kasper
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband