26.4.2009 | 13:56
Enginn sigurvegari?
Samkvæmt þessu kusu 15% að kjósa ekki yfirhöfuð, það er mikið vægi og hefði geta breytt heilmiklu, þar tel ég tap atkvæða Sjálfstæðisflokksins hafa vegið þyngst. Þeir sátu heima brúan þungir margir hverjir og gengu hálf skömmustulegir um göturnar.
Ofsalega er það sorglegt að heil 15% þjóðarinnar láti sig engu varða hvað verður um stjórn landsins, og leiðir það líkum að því sem er soldið skemmtileg pæling að enginn raunverulegur sigurvegar sé kannski í þessum kosningum nema vera kynni við í Borgarahreyfingunni.
En þeir sem telja sig sigurvegara skulu gæta sín, það er mikið og óvinsælt þjóðþrifaverk framundann, skattahækkanir og niðurskurður einsog aldrei hefur hér sést áður. Tiltekt í hinu opinber kerfi og einkageiranum, þar eru margar visnaðar greinar sem ber að skera af svo sprotarnir geti blómstrað og nýtt þjóðfélag hafist hér handa við uppbyggingu og endurreisn þess sem vert er að endurreisa.
Sjálfstæðismenn ganga svo langt að kenna síðustu tveim formönnum flokksins um hrun flokksins, ss DO og GH bera ábyrgðina en núna eru þeir vissir um að hafa valið rétta leiðtoga þegar þeir tapa, það er nú skrítinn málatilbúnaður sem ætti heima í gamanþáttum. Minnir á þegar Brian Clough kom inn í klefa í hálfleik og það eina sem hann sagði við liðið sitt var "Sorrí strákar ég valdi vitlaust lið".
En alveg sama hvað hver segir þá tapaði Sjálfstæðisflokkurinn gríðarlegu fylgi og það meira segja í heimavelli sínum Garðarbæ, samt sem áður er hann hér einna stærsti flokkurinn, þann flokk kýs fólk sem er með eindæmum þröngsýnt, illa upplýst og visst um eigið ágæti, fólk sem er ekki tilbúið að gefa upp á bátinn þá hugmynd um ofsagróða og markaðshyggju.
Framsókn nær einhverri ótrúlegri uppsveiflu, með tilstilli bílasala og markaðsmanna dauðans hefur þeim tekist að ná sér í vinsældir á ný, þrátt fyrir fáránleg loforð um álver og einvher jarðgöng um allt einsog við séum bara vaðandi í monní hér á skeri. Nú síðast var hlegið að Höskuldi Þórhallssyni á Reyðarfirði á miðvikudaginn þegar hann lofaði flokkinn og fortíð hanns og framtíðarframkvæmdir á vegum framsóknar á Bakka, salurinn hlóa að honum. Þegar fólkið var innt eftir ástæðu hlátursin svaraði það því til að forstjóri ALcoa hefðoi verið hjá þeim daginn áður að segja sorgarfréttir að minnlun framleiðslu, uppsagnir næturvakta og hann fullyrti að það yrði ekki byggt álver í HEIMINUM NÆSTU 3 ÁRIN!!! Þið eruð búin að kjósa Guðmund Steingrímsson á þing, takk fyrir það líka.
Samfylkingin siglir flautandi í gegnum kosningu á bakinu á Jóhönnu, flautandi sakleysislega einsog pjakkurinn í teiknimyndunum sem er nýbúinn að brjóta rúðu með slöngubyssunni sinni. Og inn fer Björgvin G, einn skipulagðast lygari íslenskrar stjórnmálasögu, maður sem trekk í trekk laug að þjóðinni og gerði ekkert gagn sem ríkjandi bankamálaráðherra, sorglegt........og í ofanálag felur Samfylkingin bókahald sitt með stuðningi Sjálfstæðisflokksins, kannski er eina lausnin á þeirri leynd að öll fyrirtæki landsins fari á hausinn svo upplýsingarnar "leki" úr skrokkum þrotabúanna einsog olía úr skipshræi. Já fátt er svo með öllu illt.
VG fá mun verri kosningu en þeir og aðrir bjuggust við, það er reyndar frekar undarlegt þar sem þeir eru heiðarlegur og tiltölulega óspilltur flokkur en það er víst ekkert vinsælt á Íslandi þarsem alltof margir kjósa með veskinu og eigingirninni......þeir hefðu mátt vita það að samkvæmt Lacan sannar Jókerinn fíflsku sína með tali um jöfnuð og réttindi sem ekki ganga upp samkvæmt neinni formúlu heldur bara í útópískri hugmynd hanns sjálfs sem kostar þjáningar annarra, á móti Jókernum sem er kaldur skíthæll og meðalmaður en bara af miklu meiri krafti en við hinir og það er hann tilbúinn að viðurkenna BLÁkalt...
Já gaman að þessu......
Nýtt Alþingi Íslendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.