Segja myndirnar ekki nóg?

 

Þetta er að verða frekar þreytt ,hvað afsakar svona vitleysu? Ekki er það stóraukinn afbrot, fyrir því hef ég ekki séð neinar tölur og hvað þá að það sé eitthvað meira á ábyrgð útlendinga.

Aðeins hörðustu þjóðernissinnar halda öðru fram og það er að myndast þannig stemmning hér á landi, annaðhvort ertu sossadjöfull sem vilt ganga í "sovétríki" nútímans ESB eða þú verður að vera kristilegur hægri þjóðernissinni sem flokkar fólk eftir þjóðerni og vilt ekki skoða hugmyndir annara, hvorugur hópurinn er sáttur við að hlusta á rök hins og það er lítið um málamiðlun.

Eina sem hefur aukist er að lögreglan hefur ná meiri eiturlyfjum, eiturlyf hafa ekki aukist heldur hefur meira náðst.

Útlendingum hefur fjölgað á íslandi og hlutdeild þeirra í glæpum að sama skapi, svona einsog í eiturlyfjasmyglinu 1 útlendingur á móti 5 íslendingum, og þessi auglýsing sem er nú margendurtekin um "útlendingslega"  menn elur á mannfyrirlitningu og hatri, sérstaklegaq þarsem það fylgja með myndir og algjör óþarfi að lýsa fólki ennfrekar.

Ég hef einmitt búið á Akureyri og þykir afara vænt um þann stað enn þar kynntist ég þessu frá fyrstu hendi hvernig "utanbæjarmenn/útlendingar" eru hanteraðir á Íslandi, fræg er frétt af maríjuanaræktun í hafnarfirði um árið þegar bæjarverkfræðingur taldi fullvíst að um utanbæjarmenn hafi verði að ræða.

En einsog frétt af Arnarnesinu í þessari viku sýnir þá viljum við síður viðurkenna að  um okkar eigin börn sé að ræða.

Við vildum að útlendingar kæmu hér og ynnu alla þá leiðinlegustu og óþægilegustu vinnu sem við þurftum að láta inna af hendi án þess að við yrðum þeirra vör, það er því miður ekki hægt nema með þrælabúðum og að drepa svo vitnin.

Fólk er fólk alveg sama hvaðan það kemur og einsog hefur verið sagt um innflytjendur í nýlegri baráttu, það er ekkert til sem heitir ólögleg manneskja það á líka að gilda í ufjöllun fjölmiðla og opinberra aðila svo sem lögreglunnar.

Þó að við búum hér við alheimsverndarstefnu NATO og séum þar í raun einsog blóm í eggi þá megum við ekki falla í þá gryfju að dæma þjóðir sem lifa nær nató línunni og hafa átt erfiða æfi og með stríðshörmungum og fátækt. Það eru rauninni okkar hagsmunir og stanslausa velferðarkrafa sem skapa flest þessi stríð því að með heimsvaldastefnu Ameríku og Breska konungsveldisins erum við að kúga aðrar þjóðir til að framleiða fyrir okkur vörur sem ódýrast og jafnvel arðræna ríki af þeirra náttúruauðlindum, við erum sjálf að lenda í því núna og hvað ætlum við að gera?

Ganga í ESB? Ekki ég takk fyrir, nató hefur sýnt okkur nóg um hvað hlýst af svona bandalögum.

En að stimpla manneskju fyrir þjóðerni þeirra, sleppum því bara.

Við verðum að kjósa um þetta annars næst aldrei sátt, ég tel persónulag að okkur sé best borgið utan ESB þar mun evran hrynja inna skamms og eftir 2 ár verðum við komin á ról með þessum þjóðum aftur þó við séum utan ESB.

En einsog ég segi kjósum um þetta og tökum þeta úr höndunum á valdagráðugum stjórnmálaflokkum þarsem þeir hafa ekker tum þetta að segja í raun og veru og í raun fáránleg að armar valda í þessu þjófélagi ætli að hagnast á þessari umræðu og segir kannski mikið um hve illa er komið fyrir þeirra hugmyndafræði að þurfa að stilla þjóðinni upp hvert gegn öðru á eins ósmekklegan og sundrandi hátt sem raun ber vitni.


mbl.is Þriggja þjófa enn leitað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú talar um heimsvaldastefnu Ameríku og Breta, en þessir menn koma frá Austur -Evrópu. Þeir koma örugglega ekki frá USA eða UK.

Ég hef búið á meginlandi Evrópu í 20 ár og þekki ferlið. Fjölmennustu og mestu glæpamenn á t.d. Spáni koma ekki frá Suður - Ameríku, heldur frá Austu-Evrópu, aðallega frá Rúmeníu,Albaníu og Búlgaríu..  og svívast einskis. Sama sagan hjá svíum, en þar má bæta við eistum. lettum ,litháum og pólverjum sem eru ekki vel liðnir í Svíþjóð og þú mátt geta upp á " Hvers vegna?".

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 13:34

2 Smámynd: Einhver Ágúst

Ég bjó alveg í Noregi, ég veit hvað þú ert að tala um...bankaránið í Stavanger var þegar ég bjó í noregi og sömu menn rændu Ópinu.......þeir menn sem og þessir eru vissulega frá stríðshrjálðum löndum Balkanskagans og Austur evrópu, en eru eftir sem áður afleiðing stríða þar, stríða sem beint og óbeint urðu til við þennan fáránlega núning hægri og vinstri manna og undir eftirliti NATO.

En hér erum við ekkert að tala um viðlíka starfsemi og í öðrum norðulöndum, einfaldlega vegna smæðar landsins er minni áhugi á þessu örsmáa hagkerfi, við erum að tala um 3 innbrotsþjófa og að kalla þá "útlendingslega" auk myndbirtingar hlítur að vera í besta falli undarlegt.

Einhver Ágúst, 30.4.2009 kl. 13:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband