11.5.2009 | 10:33
Gríðarlega útbreitt félagslegt vandamál
Tannhirða er það fyrsta sem rýkur út hjá fólki vegna fátæktar, margir hafa ekki efni á að senda börnin til tannlæknis og fjölmörg dæmi þekki ég um að fók steinhættir að fara til tannlæknis eftir 16 ára aldur.
Ég var sjálfur einn af þeim og er að glíma við þann vand í eiginn ranni nú, um daginn talaði ég við mann sem hafði rifið sjálfur úr sér 3 tennur sem voru að kvelja hann, margir ganga um með mikla verki og afskaplega lága sjálfsmynd vegna þessa heilbrigðisvandamáls.
Þarna þarf að leiðrétta málin.
Sofna ekki án verkjalyfja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fíklar í bata þjást velflestir af tannvandamálum. Sonur minn sótti um aðstoð frá félagsmálastofnun í fyrra til að greiða tannlækni en fékk neitun. Hann sótti aftur um nú í kreppunni og fékk 40.000 sem dugar auðvitað ekki fyrir nema 1-2 tönnum en það er sama. Hann fer og lætur gera við mánaðarlega og reynir að greiða jafnóðum.
Himmi minn var svona líka. Hvorugur þeirra var með skemmdar tennur sem krakkar, þetta gerðist eins og þú segir, eftir 16 ára aldurinn.
Með kveðju
Ragnheiður , 11.5.2009 kl. 10:45
Sammála þér Ragga.Þið ættuð að sjá uppí þá sem eru á dagsetrinu.Sorgleg sjón.Hjá þeim sem eru ekki með falskar.Í rúst.Tannrótabólga,tannpína og allur pakkinn.Það flokkast ekki undir velferð að hafa heilar tennur( hjá ríki og borg)heldur lúxus.Hvað þá heilbrigðismál.Skrítið land sem við búum í.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 11:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.