Óttinn

Gríðarlega finn ég til með þessum gamla manni sem beittur var ofbeldi af sjúkum ungum drengjum, en heimska þeirra varð þeim sem betur fer að falli og þeir ræna ekki gamalmenni í bráð.

Einhver þeirra nafngreindi hinn í miðjum klíðum svo að ekki var erftt fyrir lögregluna að finna drengina með hið mjög svo sjaldgæfa gælunafn "Marri" og mjög greinargóða lýsingu á hinum, snnkallaðir Gísli, Eiríkur og Helgi þarna á ferð, enda kannabisið ansi slævandi til lengdar og veldur því að heilinn hægir á sér.

En að óttanum og umfjöllun almennt um að við verðum að verða meira "erlendis" og vör um okkur.

Það tel ég hreinlega rangt, því að með íslenska vatninu sem við viljum ekki menga væntanlega er þarna annar fallegur hlutur sem ekki tti að menga, það er bláeygt sakleysi okkar íslendinga, sakleysi sem gerir okkur að þeirri þjóð í heiminum með hvað lægsta glæpatíðni, lítið ofbeldi og almennt frekar fallegt samfélag. Við skulum ekki gleyma þessu í fárinu.

 

Ótti er vondur húsbóndi gott fólk, en já förum varlega og hugsum um hvort annað.

Óttinn veldur því samt að fók vopnast einangrar sig og hörmulegir atburðir sem þessi. og er ég þá ekkert að gera lítið úr þjáningu þessa manns, stigmagnast og verða verri.

Ótti er líka söluvara óprúttinna fyrirtækja og fjölmiðla, stígum varlega niður því að þrátt fyrir slæm einstök dæmi sem þessi þá er nú samt sem áður afar öruggt að lifa á þessu blessaða landi okkar.

Eigið þið fallegann dag og góða Hvítasunnu...hvað sem það þýðir


mbl.is Þriðji maðurinn handtekinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband