Ég er skríll, rykugur og allur í leðju

Rifjar upp liðinn vetur þarsem ég og fleiri sem stóðum á Austurvelli örlagaríka daga í vetur og uppskárum nafnbótina Skríll frá hátt settum herrum þjóðarinnar og öðrum dómurum.

Mótmælendur í Íran virðast ekkert mikið öðruvísi en við hér heima þarsem þeir fagna þessum orðum og gera þau að sínum og þannig verða þau svo máttlaus.

Margt annað var maður kallaður einsog kommúnistadrullusokkur, ofbeldismaður og VG flugumaður þó ég hafi nú aldrei kosið VG.

En nú ber svo við að ummæli Ahmadinejads þykja nokkuð harkaleg og aðgerðir stjórnvalda hanns eru kallaðar af vestrænum siðapostulum ofbeldi gegn borgurum Íran, það er spunnið og spunnið því að USA og NATO hugnast þessi maður ekki, og þá verða hanns aðferðir fordæmdar, aðferðir sem eiga svo margt sameiginlegt með aðferðum flestra ríkja heims þegar kemur að mótmælum í eigin landi.

Bretar drápu mótmælenda í London í vetur, í Grikklandi var barn drepið og víða um heim er sagann ekkert öðruvísi en í Íran, mótmæli blökkumanna og friðarsinna í USA voru frá 1950 til rúmlega 1970 ofbeldifullar ofsóknir og þar létu margir lífið við öfgafullar aðstæður og fyrir hendi smaborgara sinna. Þetta á líka við hér á Íslandi þarsem fólk hefur verið seinþreytt til vandræða og þá sjaldan við höfum mótmælt Sjálfstæðisflokknum og hanns fylgdarsveinum þá höfum við uppskorið kylfur og ofbeldi frá Lögreglunni hér í landi, 30 Mars 1949, Vernharður Linnet og Hipparnir ´68, allir sem mótmæltu kárhnjúkavirkjun og mótmælndur í byltingunni í vetur, sjálfur greip ég í kylfu lögreglumanns og bakkaði rólegur talandi hægt til hanns, slakaðu á ég er til friðs, ég er að víkja, það gerðist þegar bíll forsætisráðherra var umkringdur. Ég sá lögreglumann handleggsbrjóta mann sem stóð kyrr og var ekki með neina ógnandi tilburði og ég stöðvaði lögreglumann við að hrinda gamalli konu í Alþingisgarðinum, ég sá og upplifði margt undarlegt sem ég taldi að ég ætti ekki eftir að upplifa og að kvöldi miðvikudagsins sat ég og las í bókinni 30 mars 1949 og velti fyrir mér, á þeta eftir að fara útí þetta? Nei svaraði ég sjálfum mér, en rúmlega klukkutíma seinna var ég að hlaupa útúr táragasskýi meðmekaníska rödd lögregluþjóns ómandi í eyrunum, óskiljanleg fyrirmæl drukknuðu í reyknum og allstaðar var fólk á hlaupum. Ég hafði enn einu sinni á ævi minni rangt fyrir mér, þó að það hafi nú alls ekki verið versta tilfinningin.

Að vakna daginn eftir sakaður um ofbeldi gegn lögreglunni, sakaður um grjótkast og að hafa tekið þátt í "skrílslátunum" var þungt, hvað yrðu næstu skref? Hvernig myndi þetta þróast? Ég var orðinn soldið hræddur, orð afa minns sem hafði dáið nokkrum vikum fyrr, dáið hræddur um að hafa rétt fyrir sér að "byltinginn kæmi og byltingin yrði blóðug" einsog hann hafði varað mig við árum samann. En þróun fimmtudagsins átti eftir að koma mér og öðrum á óvart, til sögunnar kom litur sem táknaði ofbeldislaus mótmæli og sameinaði okkur á Austurvelli, litur sem víða er notaður af andlegum og friðarinns mönnum, andlegur litur endurholdgunar og friðar. Seinna um kvöldið hafði skríllinn leyst lögregluna af hólmi við Alþingi, ofbeldið var leyst upp og við mótmælendu og lögregla ræddum málin í léttum dúr.

Þeim forsætisráðherra og dómsmálaráðherr hanns þótti við vera skríll, varaforkonan hafði áhyggjur "af að mótmæli snérust uppí andhverfu síns", það er ég enn að reyna að fatta, enda snjöll kona sem hafði tekið hundruð milljóna lán til að kaupa í banka og er jú síðast þegar ég gáði enn varaformaður flokksins, öll útötuð í ryki og leðju.

Það er svo undarleg þráhyggja að sjá flísina í auga annara en ekki sinn eiginn bjálka, það þykir mér vestrænu veldin enn gera tilraun til og ef mótmæli borgara Íran verða trufluð með innrás og þeirra eigin lýðræðisbarátta fær hina fáránlegu ´"flýtimeðferð" Bandaríkjamanna, þá erum við svo sannarlega sorgleg vesturveldin, sem nú sem aldrei fyrr hafa rústað eigin hag með þessari kreppu og hruni eigin hugmyndafræði á veraldlega sviðinu. Leyfum öðrum að taka út sinn lýðræðislega þroska á sinn hátt, það er ekki einsog okkar sé neitt fullkominn þó að í grunninn sé hann ágætur að mörgu leyti þá þarf ekkert að vera að hann henti öllum. Okkar eigin saga er nú enginn þúsund ára saga um rósemi og lýðræði, þar eru að baki margar styrjaldir og mikið blóð. Baráttusöngvar og mótmæli, alveg hellingur af mótmælum, friðsamlegum einsog í Úkraínu og svo ekki svo friðsömum einsog í Írlandi. Tilraunin til að ata okkur sem mótmælum aur er ekkert ný af nálinni.

Svona taktík hefur lítið að segja gegn alvöru mótmælum, kannski eru einhverjir sitjandi heima hjá sér í úthverfum eða þorpum landsins sem enn trúa því óttaslegnir að þetta hafi verið viðbjóður allt saman og glæpalýður sem við vorum kölluð, en þeir um það, ég get alveg verið rykugur skríll í smá tíma og þannig séð alla ævi, ég hef verið varaður við að skrifa um þessa hluti og alla aðra hluti sem varða hrunið og ástandið í þjóðfélaginu, varaður við að segja hug minn því að það gæti kostað mig vinnuna og æruna, "Þeir" hafa nefnilega svo mikil völd. Afi minn var slíkur kommi sem ekki komst lönd né strönd sökum skoðanna sinna og var meira að segja læstur inni 30 mars 1949, sem hefði ekki verið neinar fréttir ef það hefði ekki verið fyrir lætin og auk þess var hann lögga.

Við því er mitt svar, nei takk, ég kýs aðlifa í landi þarsem ég má segja hug minn, ég kýs að lifa þarsem mér og börnunum mínum er frjálst að mótmæla, kjósa og tjá okkur einsog okkur sýnist svo lengi sem við meiðum engann, ef einhver les það sem ég skrifa og ákveður fyrir vikið að setja stein í götu mína eða á einhvern hátt að gera mér lífið leytt þá hann um það, ég mun svara fyrir mig en ekki meir, ég er nefnilega skríll. 


mbl.is Fékk leðju og ryk í andlitið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband