19.6.2009 | 03:23
Namminamm
Ég verð nú að segja að ég borða alltof mikið af nammi.
En samt hugnast mér þessi skattur bara vel, ódyrt bragðlaust drasl með sykri er alltof algengt hvort eð er á mínu heimili, í því verð ég að gera eitthvað, tel nú ekki að þesi skattar hafi þar úrslitavald en þeir hjálpa allaveganna.
Ég tel þetta bara besta mál, það er ekki verið að banna neitt en verið að leggja aukagjald á vöru sem veldur heilbrigðisvandamálum með offitu og tannskemmdum svo eitthvað sé nefnt.
Þetta er persónuleg árás á neyslu mína en ég er ekkert sár, ég virði ekki svo mikið rétt minn til að háma í mig nammi, ódýrt nammi það er að segja.
Skattur á kex og gos í 24,5% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Jæja, þá getur maður hætt að kaupa grænmeti og ávexti (jafnan ca 50% afföll hjá mér) til þess að spara upp í aukaskattinn á namminu, sem endist jafnan ansi vel. Vei!
Eyjólfur (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 04:43
Sjúkkit maður ég er hætt að nota sykur í kaffi og þú hættur að drekka það. Alltaf að græða. Ég er í einu og öllu sammála þessari færslu.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 21.6.2009 kl. 01:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.