28.6.2009 | 17:21
Bloggþynnka og ranghugmyndir
Allt í einu langaði mig að skrifa færslu ótengda fréttum og röngu og réttu, og er bara að byrja svona með þá hugleiðingu opinbera, með það í huga að vænanlega les enginn þetta röfl í mér þá fer hugurinn að reika.
Fyrir um 10 dögum náði ég áður þekktum hápunkti í mínum stutta blogferli, ég skrifaði nokkrar færslu nokkra daga í röð um mismunandi málefni, var í miklu stuði og einhvernveginn voru fréttirnar að hvetja mig til dáða í sannleiksleit og öðru tuði.
Eftir nokkra daga af þessu rek ég augunn í að fleirihundruð og jafnvel yfir þúsund IP tölur þegar mest lét voru að skoða bloggið mitt og áður enn ég vissi af var ég á topp tíu yfir mest lesnu bloggara mbl.is, í mikilli geðshræringu svimaði mig yfir eigin snilld og færni minni til að vekja eftirtekt með þessu magnaða tæki sem bloggið er, hvað væri í vændum núna? Fer síminn að hringja? Verð ég bráðum ráðinn sem sérfræðingur í einhvern útvarpsþáttinn? Fer fólk að vitna í mig í fjölmiðlum? Af hverju er þessi að stara svona á mig? Ég skimað eftirvæntinag fullur yfir Moggann og beið eftir að sjá "kvót" í mig á forsíðunni.....
Var ég orðinn stjörnubloggari?
IP-tölurnar hrönnuðust upp og mikið var um comment, á timabili rifust tveir vinir mínir sem eru nú frekar mikið til hægri og vinstri við mig nokkuð lengi við stjúpmóður mína sem er nú þegar allt kemur til alls minn dyggasti lesandi auk bróður míns yndislegs, bloggið mitt var orðið lifandi og á tímabili óttaðist ég jafnvel að það myndi taka yfir líf mitt með kostum þess og göllum að verða þjóðkunn persóna.
En ótti minn og tilhlökkun reyndust óþarfar, tilfinningar sem blönduðust þarna saman á undarlegann hátt, ég var varla búinn að sýna konunni hróðugur nafnið mitt á vinsæl blogg listanum á mbl.is og dást að þessari nýuppgötvuðu snilld minn þegar (ó)gæfan dundi yfir. Tölurnar tóku að hrynja dag frá degi, varla kom eitt einasta comment á tuðið, var ég að gleymast? Höfðu orð mín eftir allt samann ekki skapað mér áheyrn meðal snillinga þessa lands? Kvíðinn gróf um sig og varla kom færsla af viti frá mér, var ég búinn að missa það sem þurfti?
Og nú þegar þetta er skrifað hafa heilir 17 skoðað bloggið mitt í dag, flesta gæti ég eflaust nafgreint hér og nú, og þögnin ríkir á síðunni minni. Mikið er það óþægileg þögn þegar maður er nýuppgötvaður snilingur.....og þá kom allt í einu hugsun í kollinn á mér.......
Mér er sama hver les mig, ég er ekki blogg en ég aftur á móti pabbi, sonur, frændi, bróðir, kokkur, vinur og síðast en ekki síst ástmaður yndislegrar konu sem skoðar þetta rugl mitt endrum og eins og finnst það bara sætt held ég, ef þú ert ekki vinur minn eða fjölskyldumeðlimur og ert að lesa þetta þá er ég ekkert að vera þér vanþakklátur eða með hroka, þakka þér fyrri innlitið og eigðu góðann dag........timburmönnum og tilheyrandi kvíða ofurbloggarans Gústa er senn að ljúka og í blálokin opnuðust augu mín fyrri því að það þurfa margir að lesa þetta blogg svo ég taki það framyfir að Kári bróðir lesi það og heyri hugrennigar stóra bróður.....svakalega margir.
Minn tími leið hjá en svo fór ég að hugsa, hvaða máli skiptir bloggið mig? Er ég ekki bara að tuða?
Takk fyrir mig.
Athugasemdir
Búinn að lesa „nöldrið“, „tuðið“, „stjörnubloggið“ eða bara hugleiðingar þínar. Mér persónulega finnst gaman að lesa það sem þú skrifar. Þú ert fróður maður með skoðanir og ég virði það við þig að deila þeim með okkur sem nennum að lesa en ekki skrifa blogg sjálf.
p.s. takk fyrir matarboðið en Gunni var nýbúinn að panta mat frá Krua Tha þegar ég fékk skilaboðin, þannig að við eigum þetta bara inni hjá ykkur :)
Kári bróðir... (IP-tala skráð) 28.6.2009 kl. 21:56
Ég sat hérna með tilbúna svínapörusteik í ofninum og mátulega heitar kartöflur einn í húsinu!!! Vona að þú sért ánægður, en svo kom fjölskyldan fyrir rest eftir 3ja tíma ferð frá Hveragerði á 10 km hraða.......
Ég kalla mig Desperat Housewife næstu daga
Einhver Ágúst, 28.6.2009 kl. 22:17
Ég les alltaf bloggið þitt Gústi minn og þetta er nú meira ruglið sem þú ert að skrifa hérna.........................
Nei djók þú ert flottur.
Hlín (IP-tala skráð) 30.6.2009 kl. 12:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.