Anda inn, vá mig svimar bara

Þetta eru svakalegar upphæðir, ofaná öll önnur lán og skuldir sem við höfum nú þegar og eigum eftir að stofna til í framhaldinu, þetta verður erfitt en ég trúið að þetta sé hægt og einnig að þetta verði minna þegr upp er staðið. 

 

Jæja krakkar mínir og hvað er svo planið ef við segjum NEI?


Mér finnst undarlegt hvað NEI-arar eru 100% vissir í sinni sök, hef persónulega vonda reynslu af að vera svona viss um að hafa rétt fyrir mér....stoppar mig samt ekki í því að blogga um þetta. Auk þess að ekki sé ég neinar lausnir, sé bara fullt af snillingum sem eru vissir um að geta farið út og fengið betri samning, svona B-landslið útrásarvíkingann sem klæjar að fá sinn séns sem kóngar.


Og hvað á það að gagnast einhverjum að ræða Icesave við Sjálfstæðismenn? Nema maður sé svo vel settur að vera vinur Kjartans G eða einhverra þeirra sjálfstæðismanna sem stofnuðu til þessara reikninga, þeirra sem raunverulega stofnuðu til þessara vandræða þjóðarinnar. Verð þess bara fullviss að kjósa þá aldrei aftur vinir mínir, eru ekki annars allir sem kusu kúlulánadrottninguna í svörtum fötum í dag? Vilja þeir allavegann þegja í einn dag?


Já alþjóðasamfélagið hótaði okkur, já hryðjuverkalögin eru ósanngjörn og við höfum lítið í þessi mál að gera svona hreint diplómatískt séð, þeir höfðu allt með sér, Arbísk og Rússnesk nöfn tengd bönkunum og gríðarlega hættu sem skapaðist fyrir þegna þeirra eiginn landa. Hollendingar og Bretar eru gamlar rótgrónar og afar valdamiklar nýlenduþjóðir sem hafa beygt stærri þjóðir en Ísland til hlýðni, auk þess virtust þeir fá samhljóm og stuðning allflestra ríkja heims til að knýja á um lausn í þessu subbulega máli, þarmeð talið frændþjóða okka rí skandinavíu.


Hafið þið velt fyrir ykkur að það verður að mínu viti afskaplega lítill munur á Íslandi sem borgar og Íslandi sem ekki borgar? Aðstaða okkar verður erfið á hvorn veginn sem farið verður, ég persónulega mun una hvoru heldur sem er, þó mig gruni að það sé betra fyrir hag okkar að borga.

Já fullir kallar og kellingar hafa talið einhverjum trú um að þeir séu sendiboðar sannleikans á Hótel Sögu einsog Amma kallar stöðina.....og nú síðast Jón Baldvin með sína skeleggu vestfirsku rödd.

Það er rosa auðvelt að vera með stórar fullyrðingar byggðar á okkar takmörkuðu upplýsingum og óvissu um framvindu mála í sölu eigna og innheimtu lána, þær fullyrðingar og meintur illvilji og ráðabrugg ríkisstjórnarinnar munu þá aðeins koma í ljós í tímans tönn.

Og að hver sem er, hvað Nonni sem er útí bæ lepji upp einhver "rök" frá Indefence hópnum sem er í mínum augum lítið annað en svona B-lið útrásarinnar, minna helst á Jakob Frímann allir sem einn, eða þá hitt að tala um þessi lög eða hin, þennan dómstól eða hinn er bara barnaleg trú um að það sé komið 2009 og að þessar stórþjóðir séu einhvernveginn orðnar betri og viðræðuhæfari. Þvílíkt bull og vitleysa, bretar eru bretar, þeir réðust inní Falklandseyjar fyrir minni sakir en þessar og hagsmunir bankakerfis evrópu sem riðaði til falls og gerir í raun ennþá munu alveg hiklaust teknir framyfir litla kjánalega Ísland, peningarnir ráða og þarnar eru alltof miklir hagsmunir í húfi fyrir alltof mikið af ríku fóki og fríkisstjórnum. Við erum svínbeygð, grátið einsog þið vilji og verið reið en svona er heimurinn, fylgjist með Zeitgeist á RÚV og prófið að setja þetta í samhengi.(úff ég mælti með Zeitgeist það var alveg óvart)


Ég fyrir mitt leyti vel að trúa á að stjórnin sem við sitjum uppi með nú sé sú skásta í stöðunni, nema ef ske kynni að Borgarahreyfinginn hefði komið að henni líka og getað stutt við hinar raunverulegu siðabætur.

Við skulum ekki liggja þessari ríkisstjórn á hálsi fyrir að reyna af vanmætti að eiga við tröllvaxið vandamál, vandamál sem á sér varla fordæmi í sögu jarðar, ekki allaveganna nema að vera með einhverjar vitrænar lausnir aðrar en "við borgum ekki" og "drögum þá fyrir dóm" sú leið var könnuð og þótti ekki vænleg til árangurs. Eða kannski frekar "útskírt" fyrir okkur að það væri best fyrir okkur að sleppa henni.

Höfundur færslunnar er ekki landráðamaður, né hef ég áhuga á að ganga í ESB, mig langar bara að börnin mín komit í mannsæmandi skóla og búi í aðeins sanngjarnara landi en ég ólst uppí. er enginn að taka eftir að Ríkisstjórnin virðist vera að fara aðra leið í niðurskurði en aðrar þjóðir í svipaðri stöðu gagnvart AGS hafa verið neyddar í umsvif- og undantekningalaust, leið sem innifelur að skera niður óþarf í utsnríkispólitík og varnarmálastofnun ádsamt fleiru, það mun vissulega bitna á okkur öllum en einkavæðing alls velferðarkerfisins hefur verið reglan í þessum atvikum áður og ég sé vonarglætu þar. Þó get ég ekki annað en fengið smá grun um að það hafi eitthvað með málið að gera að við erum hvít og rík......

Góðar stundir..

Góðar


mbl.is 60-70 milljarða árleg greiðsla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Alþjóða ríkistjórnir afneituðu þeirri Íslensku. Hvers vegna? Sennilega  vegna þess að hún brást trausti hinna. Hér á Íslandi var búið að stunda viðskiptahætti sem teljast ólöglegir í USA og GB. Jón Daníelsson hefur verið góður á að benda á nokkur atriði gengum tíðina.

Seðlabanki Bretlands markar leiðandi almenna langtíma innlánsvexti. Það þótti ekki mikil frétt á Íslandi þegar, eftir að Íslenskir bankar fengu ekki lánað hjá alþjóða bankasamfélaginu, fór að þenja sig á Breska innlánamarkaðnum.  Hækkaði hámarks innlánsvexti um heilt prósent.  1% hljómar voða lítið.

Hinsvegar ef Breska innlána kerfið bíður 2,5% vexti fyrir 10 milljón pund í 30 ár, þá fær sá sem liggur inn eftir 30 ár. 18 milljónir punda.

Nú kemur Islave og bíður 2,5% + 1% =3,5% vexti fyrir 10 milljón pund í 30 ár. þá fær sá sem leggur inn eftir 30 ár. 24 milljónir punda.

Munurinn er 6 milljónir punda. 

Þetta kallast á Bresku að féflétta, lofa fjárfestum það sem ekki verður staðið við. Ógna breskum samkeppni aðilum og stefna öllu í óstöðugleika: örugglega hrun. Þess vegna settu þeir óeirðalög á Íslensku Ríkisstjórnina. Þar sem hún hafði ekki dug til að járna viðkomandi aðila.

Stjórnmállega séð mjög vandræðalegt. Það er oft lítil þúfa sem veltir þungu hlassi.

Ég veit að smáborgararnir í EU munar um 6 milljónir handa sínum barnabörnum.

Þetta er skýring á því hve almenna lífeyrissjóðs kerfið er lítið í EU. Millistéttin hefur svo mikið fjárlæsi almennt.

Júlíus Björnsson, 30.6.2009 kl. 20:47

2 Smámynd: Einhver Ágúst

Takk fyrir frábært svar......já þetta með fjárlæsi millistéttarinar rakst ég á í Noregi, þar töluðu meðal Gunna og meðal Jón um fjármál einsog ég hafði bar aheyrt bankamenn tala um hér, og allir spurðu þeir hvaðan komu þessir nýfengnu peningar til Íslands?

Það var eitthvað sem ekki meikaði sens í þeirra ótrúlega olíuríka landi að þjóð sem í raun ætti ekkert gæti hegðað sér svona, ég átti bara þau svör að það væru engir raunverulegir peningar.

Einhver Ágúst, 30.6.2009 kl. 21:06

3 identicon

Man ég það ekki rétt að Steingrímur hafi sagt í viðtali við Agnesi Braga að von væri á glæsilegri niðurstöðu úr Icesave samningunum.  Og það áður en búið var að semja.  Ef þið væruð mótsemjandinn (Bretar) og fengjuð upplýsingar í gegnum sendiráð ykkar á Íslandi sem m.a. fylgist með öllum fréttum sem snerta Bretland hér á landi og þýða þær og koma þeim til utanríkisþjónustu Bretlands, að Fjármálaráðherrann væri himinlifandi með stöðu samningamála.  Mynduð þið þá ekki hugsa sem svo að þið væruð ef til vill að gefa of mikið eftir og þyrftuð að herða aðeins á ykkar kröfum? 

Gott hjá Steingrími að senda Svavar með stúdentsprófið sitt að semja um Icesave.  Þetta eru bara smáaurar sem þurfti að semja um og óþarfi að senda okkar hæfasta fólk í slíkt.

Þorri (IP-tala skráð) 30.6.2009 kl. 23:28

4 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Hver eða hvað er Zeitgeist?

Ég er ótrúlega fjárglögg kona, þó ég segi sjálf frá.  Þekkti alltaf allar mínar rollur með nafni.

Auðvitað er ég að grínast, en öllu gamni fylgir einhver alvara.

Ég er sammála þér í flestu, en ég vil samt inn í Evrópubandalagið og ekki síður nú, eftir að ég er búin að vera í Ameríku (11 daga)

Við erum bara þrjúhundruð þúsund manns og fyrst að Norðmenn vilja ekki taka við okkur, þá er næstbesti kosturinn að fara í EU

kveðja, stupid

Ingibjörg Friðriksdóttir, 1.7.2009 kl. 00:13

5 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Þú ert ekki einn um þessar pælingar.

Arinbjörn Kúld, 1.7.2009 kl. 01:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband