Hver var þá greiðslugeta mín?

Nú verð ég að hrósa DV,  og það hef ég ekki gert áður, en þeir eru að opna mál sem á gjörsamlega að þagga niður og engin viðurlög eru við þessum "glæpum" þannig að niðurstaðan verður væntanlega að afara fáir verða ákærðir og enginn mun hljóta dóm.

Hvað þá heldur 150 ára dóm einsog Maddofinn í USA, til þess skortir okkur mikla aðstoð og strangari lagaramma, og ekki síst mun öflugri stjórnarskrá einsog kanarnir búa að.

En afhverju fór ég ekki í greiðslumat á þessum tíma?

Já einmitt ég er á vanskilaskrá um aldur og ævi(eða allavegann mjög lengi) vegna trassaskapar og heimskulegs lífstíls.

En jédúddamía, ég hlýt nú að hafa 10% greiðslugetu á við ráðherrafrúnna? Það hefði þýtt að ég hefði geta borgað allar mínar skuldir og keypt mér húsnæði og lifað áfengislausu áhyggjukvöldi það sem efitr var. Eitthvað sem ég reyndar virðist geta hvort eð er með afar góðri hjálp.

En ég var ekki svo sniðugur og raunar efast ég um að ég hefði fengið 90 mílljónir til að leika mér með, enda hvorki B-heimsmeistari né rétt giftur, bara alls ekkert giftur.

Ekki skilja mig þannig að ég öfundi Kristján Arason(kalla nú sjálfann mig kennarafrú), hvort sem hann borgar þetta(sem ég efast) eða ekki þá myndi ég seint vilja vera með þann leiðindastimpil að hafa verið í landsliði sukkara og svindlara í þessu landi, lítill hópur mann sem keyrðu landið í þrot á meðann þeir veiddu lax og borðuðu gull.

En það gerir mér líka auðveldar að skilja það að ég hefði kannski ekki verið maðurinn sem stóð upp á sápukassa og hrópaði "Strákar þetta er algjört rugl, við erum að setja þjóðina á hausinn hérna!" Nei væntanlega ekki, ég hefði líklegast látið ginnast af öllu samann og keypt mér íbúð á Manhattann, snekkjur og styttu af mér.

 

Má ég þá frekar biðja um vanskilaskrá í smástund á meðann ég geri upp allar mínar skuldir í rólegheitum, mér líður ágætlega þar í bili.

 


mbl.is Birta upplýsingar úr lánabók Kaupþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður, einsog talað út úr mínu hjarta1 :)

Kristin Jónsdóttir (IP-tala skráð) 30.6.2009 kl. 11:36

2 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Mæltu manna heilastur!

Ef þessir örfáu sem við nefnum ekki á nafn, en köllum fjárglæframenn hér eftir, gerðu það sama og þú:  Gefast upp fyrir sjálfum sér og sækja sér hjálp, gera upp við Guð og menn, finna sér betri lífsgildi til að lifa eftir, þá værum við í býsna góðum málum.  Sennilega bara ást og hamingja í boðinu.

Guð er með þér og þínum líkum og ég bið  þess að Guð veri með þeim líka. Þá mun allt verða auðveldara.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 30.6.2009 kl. 13:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband