Þau dóu ekki án tilangs.....geggjað

Mikið varð ég glaður í kvöld þó að marga þessara einstaklinga ég hafi þekkt og sorglegt hvernig þau fengu stuttan tíma hérna á jörðinni en það er eitthvað svo notalegt að þau séu með lífi sínu að gefa uplýsingar og hrinda burt fordómum.

Vona bara að einhverjir siðapostular séu ekki að misskilja þetta sem part af stríðinu gegn eiturlyfjum, "ólöglegum" jafnvel. Hvers vegna er harðast og banvænasta dópið allt í einkaleyfissölu Ríkissins? Hvað gerir þessi ólöglegi stimpill eiginlega að verkum hvað fíkniefni varðar?

Hvað með að gera þau lögleg og óspennandi og hætta að glæpavæða og fangelsa veikt fók endalaust....
Stríðið gegn fíkniefnum mun aldrei enda, það gerir það að verkum að það er ekki stríð.
Og löglegu fíkniefnin eru að drepa flesta fíkla og alkóhólista einsog staðan er í dag, td langflest þessara sem eru þessum auglýsingum dóu af neyslu löglegra eiturlyfja sem fullmenntaðir læknar skrifuðu uppá og seld eru útí apóteki, sum þeirra lyfja eru jafnvel sett í 6 ára börn.
Auk þess að endurhugsa fordóma okkar geng því hverjir verða fíklar, þá þurfum við nauðsynlega að endurhugsa hvernig við vinnum að meðferðar-, löggæslu- og fangelsismálum þessu tengdu.
Enginn læsir feitt fólk í fangelsi, afhverju eru fíklar öðruvísi?


mbl.is Ég verð ekki fíkill
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Nákvæmlega,fólk dæmir fíkla út og suður,en er svo kannski haldið fíkn sjálft matar eða kannski spila eða jafnvel kynlífsfíkn en þetta fólk er ekki eins sýnilegt svo það verður aldrei stiplað með fíkn,það eru bara þeir sem nota efni,og jafnvel lögleg efni,sorgleg umræða en svo sannarlega þörf

Anna Margrét Bragadóttir, 30.6.2009 kl. 03:54

2 Smámynd: Ragnheiður

Ragnheiður , 30.6.2009 kl. 08:48

3 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 1.7.2009 kl. 07:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband