Einmitt það...

Ég hef nú þokkalegann skilning á að fólki þyki hávaði óþægilegur þegar það vill sofa, en við búum nú í borg eða viljum kalla okkur það og borgir hafa það eðli að þar skapast skemmtanalíf í miðbænum og tilheyrandi fylgifiskar svosem hávaði og ofbeldi.

Það er nú samt hátíð að labba um miðbæinn og sofa þar eftir að opnunartímar voru gefnir frjálsari, vissulega var einhver öfgahelgi síðustu helgi ogh þá kemur þessi tilkynning í kjölfarið, en almennt er lítið slegist í dag í miðbænum miðað við þegar ég var unglingur.

Er ekki undarlegt að búa í miðbæ og láta læti trufla sig? Ég var nýverið í París, og það nálægt miðbænum, þvílík læti hef ég aldrei heyrt í fólki, sjúkra og logreglubifreiðum en ég skildi að ég var í borg og meira að segja í miðborg og lét þetta nú lítið trufla mig, og auk þess hef ég búið í miðbæ Reykjavíkur lungann úr ævinni og skil þetta aldrei almennilega, þetta er að heimsækja kvalara sinn að mínu viti.


mbl.is Vilja láta loka veitingahúsum fyrr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Það bjuggu fleiri í Miðbænum ÁÐUR en Rölistaliðið hóf Búlluvæðingu og pöbbaúthlutanir með leyfum til morguns.

Mín fjölskylda flutti aftur í Miðbæinn 1961 eftir stutt stopp í Hlíðunum.

Næturklúbbar eiga heima í iðnaðarhverfum eða öðru slíku ekki íbúðahverfum.

 SVo er þarna miðdepill stjórnsýslunnar.

I WDC er allt lokað fyrir kl24: í námunda við Capitol Hill, föðurlandi frelsisins.

Burt með búllurnar úr Miðbænum.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 26.11.2009 kl. 11:32

2 Smámynd: Einhver Ágúst

Það er útbreiddur misskilningur að USA sé föðurland frelsisins í dag, í engu vestrænu ríki ríkir jafn lítið þolgæði fyrir mismunandi skoðunum og jafn mikil mismunun.

En vissulega er það misjafnt eftir fylkjum alveg einsog það er misjafnt eftir löndum Evrópu.

Eiga næturklúbbar ekki heima í íbúðarhverfum? Ok þá, það er þín skoðun en hvað hefur stjórnsýslan með málið að gera? Er ekki fínt að krimmarnir, löggan og dómstólar séu bara svipuðu svæði?

Einhver Ágúst, 26.11.2009 kl. 11:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband