26.11.2009 | 12:05
Gerum grín að okkur sem heild.....mér og þér og þroskaheftum..ekki skilja útundan
Hvurslags vitleysa er þetta? Að leggja rugluðum, dópuðum og útúrheimskum "karakterum" í fangelsi orð í munn getur ekki verið tekið alvarlega er það?
Gerum grín aða okkur öllum og verum ekki að skilja útundann.
Óvirðing við þroskahefta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:21 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Ghandi sagði mér að vera breytingin sem ég vildi sjá i heiminum og Móðir Theresa talar um að eitt bros sé byrjunin á frið.
Og loksins fann ég leið til að gera það þegar ég var með í stofnun Besta flokksins.
Ég starfa nú að velferð borgaranna í Velferðarráði Reykjavíkurborgar, það er stórt og mikið verkefni sem er mér mikill heiður að taka þátt í.
Og vá hvað það er frábært að vera í Bezta flokknum það er betra en nokkuð annað, gleðinn og skemmtilegheitin eru daglegt brauð og það drýpur af hverjum manni og að sjálfsögðu konu enda listinn sérstaklega kynbættur og fallegur.
Færsluflokkar
Bloggvinir
- baldvinj
- fridust
- freyrholm
- thj41
- larahanna
- egill
- birgitta
- vga
- atvinnulaus
- siggi-hrellir
- arikuld
- samstada
- andreaolafs
- skagstrendingur
- ahi
- aslaugfridriks
- baldurkr
- virtualdori
- gisgis
- gattin
- armanntog
- ding
- danth
- durtur
- einarvill
- finni
- gbo
- skessa
- hildurhelgas
- jenfo
- jonh
- jonl
- prakkarinn
- jonthorolafsson
- katrinsnaeholm
- kristinnp
- skrafarinn
- omarbjarki
- omarragnarsson
- huldumenn
- palmig
- hross
- robertb
- siggiholmar
- stebbifr
- stefanjonsson
- isspiss
- valgeirjens
- vennithorleifs
- vesteinngauti
- vilhjalmurarnason
- thorsaari
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er óvirðing við fatlaða að þeir séu undanskildir gríni.. . þessi þroskaþjálfa fífl eru að gera þroskahamlaða meira fatlaða með þessu rugli sínu
DoctorE (IP-tala skráð) 26.11.2009 kl. 12:39
Hvar endar líka þessi barnapössun. Má bara gera grín að meðalgreindum, hvítum karlmanni með meðaltekjur sem á tvö komma fimm börn með sömu konunni, sem þjást ekki af neinum námsörðugleikum, hann bragðar ekki áfengi, er rétthentur, hefur lokið háskólanámi eða ígildi þess og talar auk þess eitt norðurlandamál. Það er búið að útiloka nánast alla, svona svipað eins og auglýsingar fyrir opinberar stjórnunarstöður gera.
Valgeir , 26.11.2009 kl. 12:54
þetta ýtir undir fordóma á þroskaheftu fólki. Þið segið að það eigi að vera jafnrétti og að það verði að vera hægt að gera grín af öllum, en það er ekki sanngjart í þessu tilfelli því þetta fólk skilur ekki grínið og getur því ekki svarað fyrir sig.
Kristín Hildur Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 26.11.2009 kl. 13:31
Kristín, hér er Idol fyrir fólk einsog þig, ég sé ekki betur en að það sé gaman. Reyndar mun betra en upprunalega útgáfan sme fólk sem ekki ber fyrir sig Down syndrome sitt eða annara sem afsökun fyrir að hafa gaman af þessu.
http://www.youtube.com/watch?v=f1ngCqPyyFo&feature=PlayList&p=52BDB50EC386C00C&playnext=1&playnext_from=PL&index=14
Einhver Ágúst, 26.11.2009 kl. 14:20
Ég held nú að þroskahamlaðir geti vel tekið gríni.. ólíkt sumum sem eiga að teljast fullheilbrigðir.
Það eru bara fordómar að segja að það megi ekki gera grín að einhverjum vegna þess að hann sé svona eða hinsegin...
DoctorE (IP-tala skráð) 26.11.2009 kl. 17:21
Gerðu frekar grín að gömlum konum eða hommum. Það rennur betur í landann kannski. Mér fannst þetta ekki nógu hnyttið... en hafði samt gaman að þeim þroskaheftu, enda skemmtu þeir sér konunglega.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 26.11.2009 kl. 18:04
DoctorE, af hverju stillirðu þroskahömlun upp sem andstæðu heilbrigðis? Er fólk með þroskahömlun e.t.v. eitthvað óheilbrigt?
Auðvitað á fólk með þroskahömlun ekki að vera undanskilið að það sé gert grín að því en þetta jaðrar því miður meira við stimplun byggða á fordómum og fáfræði. Þetta er svona svipað og að sjá svart fólk málað sem villidýr með bein í gegnum nefið.
Ég þekki fjölda fólks með þroskahömlun sem finnst gaman að gera grín að sér og getur vel tekið gríni. Það er hins vegar stór munur á gríni og niðurlægingu. Að mótmæla gríni er líklega óþarfa tepruskapur en að setja spurningamerki við það þegar alið er á fordómum og fáfræði er hins vegar allt annar handleggur.
Árni (IP-tala skráð) 26.11.2009 kl. 19:51
Svo eru nú flestir þroskahamalðir sem ég hef kynnst(á mismunandi stigi) svo heppnir að vera ekki svona helv sjálfmiðaðir og við "heilbrigða" fólið sem tökum hluti nærri okkur fyrir hönd annara án þess að spyrja þá hvað þeim finnst.
Einhver Ágúst, 26.11.2009 kl. 22:31
Ég sá þennan þátt og mér fannst nú bara ekkert verið að gera grín að fötluðum. Fannst þetta bara verið að tefla fram enn einum athyglisverðum einstaklingi í þessa karaktera súpu í þessum þætti.
María (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 07:50
Einmitt María og auk þess er nú mest verið að fífla fanga og glæpamenn, hvar eru talsmenn þeirra? Eða hafa þeir ss húmor fyrir sjálfum sér?
Einhver Ágúst, 27.11.2009 kl. 13:00
Eins og sjá má er þetta afskaplega fín lína. Það má því endalaust deila um hvort viðbrögð ÞÍ hafi verið réttmæt eður ei. Þau eru að sama skapi skiljanleg vegna þeirrar neikvæðu stimplunar sem fólk með þroskahömlun hefur mátt þola. Það er t.d. ekki langt síðan að það fékk í raun viðurkenningu á mennsku sinni og enn þann dag í dag má velta fyrir sér hvort tilveruréttur þess sé í raun viðurkenndur (sjá t.a.m. fósturgreiningar).
Ég hef unnið rannsóknir á þessu sviði og það er margt sem bendir til að fólk með þroskahömlun hafi einungis "aukaaðild" að samfélaginu. Ég tel að á meðan svo er muni slíkar neikvæðar staðalmyndir vega þyngra þar sem þær eru þær einu sem fjölmargir fá.
Þegar öllu er á botnin hvolft finnst mér þessi frasi "korter í downs" vera það neikvæðasta í þessu öllu þar sem hugtakið Downs-heilkenni er notað í niðrandi merki í stað þess að vera viðurkennt sem eðlilegar hluti af mannlegum margbreytileika.
Árni (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 18:34
Þess vegna vill ég að settur sé upp svona Idol þáttur einsog hér að ofan þarsem bara eru þáttakendur með Downs.......enga aukaðaild heldur fulla þáttöku.
Og allir skemmta sér.
Einhver Ágúst, 27.11.2009 kl. 21:39
Þáttur þar sem allir eru með Downs-heilkenni ýtir undir aðgreiningu, ekki blöndun. Með öðrum orðum: aukaaðild!
Árni (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 08:19
Ok, en nú er starfandi leikhópurinn Perlan sem er samansettur af nemum úr Öskjuhlíðarskóla, þau er með Downs og hafa meira að segja sett upp verk með einn "heilbrigðann" sem gert er grín að.
Ertu ekki að taka þetta full hátiðlega, það er enginn þroksahamlaður að láta þetta trufla sig er það nokkuð?
Einhver Ágúst, 28.11.2009 kl. 09:48
Því miður er ekki rétt að fólk með þroskahömlun láti þetta ekki trufla sig því ég veit um nokkra sem svíður jafn neikvætt umtal.
Því svíður sömuleiðis að það sé ávallt einblínt á greininguna og að hún sé gerð að aðalpersónuleikaeinkenni fólks. Fólk með þroskahömlun er jafn misjafnt og það er margt. Það er ekki allt eins bara þó það falli ekki að fyrirfram ákveðnum stöðlum um það sem á að heita "normal".
Eins og ég segi mun ég ekki missa neinn svefn yfir þessu. Karakterinn var í mesta lagi ýkt (og neikvæð) stereótýpa en það er hins vegar þessi frasi "korter í downs" sem er alvarlegastur, ekki síst í ljósi þess hversu fljótt almenningur pikkar upp alla frasa í þáttunum. Þetta er nefnilega enn eitt dæmið um notkun orðsins þroskahömlun í niðrandi merkingu.
E.s. Bara einn heilbrigður í Perlunni, eru hinir meðlimirnir kannski með svínaflensu? Ég veit ekki betur en þau séu öll heilbrigð. :) Þroskahömlun ER EKKI andstæða heilbrigðis enda er fötlun að stórum hluta félagslegt fyrirbæri. Það þýðir að fötlunin kemur að UTAN í formi fordóma, skerts aðgengis (hér á ég líka við skert aðgengi að menntun og upplýsingum) og fáfræði.
Árni (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 19:53
Algjörlega Árni enda var sá heilbrigði karakter í leikrit hjá Perlunni þarsem þau gerðu grín að honum fyrir að vera venjulegur....afar gott hjá þeim.
Fögnum fjölbreytni og gerum grín að öllum......öryrki.is
Einhver Ágúst, 29.11.2009 kl. 20:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.