Glæsilegt framtak

Af hverju ætti ein stétt manna ð vera með afslátt af sköttum? Geta þeir ekki bara samið beint við sýna vinnuveitendur einsog við hin?

Enn ein hlífðarhöndin yfir útgerðarkóngum þessa lands, og já eigendum fjölmiðlanna og bankanna lengi vel.

Barn síns tíma sem var löngu trímabært að leggja niður.


mbl.is Sjómannastarfið mikið breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vonandi að steingrímur sýni svipað hugarfar þegar kemur að öðrum stéttum eins og t.d. opinberum starfsmönnum. Móri hlýtur að taka ALLAR aukasporslur af öðrum stéttum líka. Dagpeningar heyra sögunni til hjá opinberum starfsmönnum.  Núna fer sparnaðurinn að tikka inn í milljarðatugum hjá þessari ríkisstjórn, sem ætlaði sér að standa vörð um fjölskyldurnar og heimilin. Stjórnin er á góðri leið með að leggja hér allt í rúst með þessu rugli í sér.

joi (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 13:23

2 identicon

Hvernig væri nú ef þeir sem eru að tjá sig um sjómenn og sjómennsku hefðu nú snefil af vitneskju um þetta. Skattaafsláttur er ekki bara bundið við sjómenn, hvernig er t.d með starfsfólk hjá hinu opinbera og í einkageiranum sem fær svokallað dagpeninga á ferðalögum sínum innan sem utanlands, það er enginn skattur greiddur af því!!! væri ekki ráð að byrja á því og fleiru áður en menn fara hrófla við kjörum þeirra sem vinna eitt hættulgasta starfið sem í boði er í dag.

"Enn ein hlífðarhöndin yfir útgerðarkóngum þessa lands, og já eigendum fjölmiðlanna og bankanna lengi vel"

Svo er þetta nú yfirnátturulega heimsk fullyrðing, þeir einu sem njóta afsláttarins eru þeir sem stunda sjómenskuna, þar koma bankar, útgerðarmenn og fjölmiðlar hvergi nærri.

steini (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 13:58

3 identicon

Dagpeningar ríkisstarfsmanna og fleirri, eru ekki hlunnindi heldur greiðslur til að  standa straum af kostnaði þeirra við ferðlög á vegum vinnuveitanda. Ég er ekki viss um að margir starfsmenn ríkisins væru tilbúnir í að láta senda sig í alls konar erindagjörðum fjarri fjölskyldu og vinum ef þeir þyrftu að leggja sjálfir út fyrir hótel- og öðrum ferðakostnaði (Gott að fá hótelherbergi fyrir minna en 20 þús í útlöndum í dag). Kerfið sem er notað er tvenns konar. Annars vegar þá fá starfsmenn ákveðna upphæð sem þeir verja sjálfir, eða að þeir koma með alla reikninga til fyrirtækisins (hótel, leigubílar, veitingastaðir (menn borða ekki heima hjá sér í útlöndum), o.s.frv.). Fyrirtækjum hefur almennt þótt betra að borga starfsmönnunum fast, en þurfa að bóka endalausa reikninga og nótur eftir hverja ferð. Á móti kemur þá er sjómönnum útvegað þá þeir eru fjarri heimili og fjölskyldu, iðulega fríu húsnæði og fæði. Sérstakur sjómannaafsláttur hefur hins vegar ekkert með þennan samanburð að gera. Er einfaldlega niðurgreiðsla ríkisins á launakostnaði útgerðarinnar.

Haukur (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 14:28

4 Smámynd: Einhver Ágúst

Steini minn, heimska mín fer fyrir brjóstin á þér en gáðu að því að þessi sjómannaafsláttur var settur á til að liðka fyrir kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna, þarmeð hlífiskjöldur yfir útgerðarmönnum sem ekki vildu greiða sjómönnum samkvæmt þeirra kröfum. Þarmeð var mönnum sem hafa nú sýnt sig að hafa lítið sem ekkert viðskiptavit hjálpað að koma undir sig fótunum í braski með þjóðareignina sem síðan var veðsett í topp(svo ekki er möguleiki að endurgreiða né reka í dag) og keyptir bankar og blaðsneplar til að halda úti áróðri sínum, sem þú virðist kaupa.

Og ég hef nú alveg tugi sjódaga að baki sko, svo snefill er fyrir hendi.

En kjarabót sjómann í boði ríkissins er liðin tíð, sættið ykkur við það.

Einhver Ágúst, 27.11.2009 kl. 21:37

5 identicon

"Á móti kemur þá er sjómönnum útvegað þá þeir eru fjarri heimili og fjölskyldu, iðulega fríu húsnæði og fæði."   Haukur sjómenn borga matinn sinn sjálfir úti á sjó!!! fyrir t.d. 4 túra (6 daga túr) kostaði maturinn fyrir 1 sjómann næstum því 50 þús.  Og þetta er ekki húsnæði heldur bátar með litlu svefnrými sem eru ekki litlu stærra en geymslur.  Þið sem hafið ekki komið um borð í bát ættuð að sleppa því að seigja hvað sé í bátunum ef þið hafið enga hugmynd um það. ég hef komið um borð í línubát og þar sem ég hef gert það þá get ég sagt hvað sé í bátnum og hvað ekki.

Maríella Sigmundsdóttir (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 02:24

6 Smámynd: Einhver Ágúst

Ég er ekkert að tala um fæði eða uppihald, heldur einfaldlega að það er fáránlegt að ein stétt landsins hafi bæði betri tekjur en gengur og gerist og fái svo afslátt af sköttum líka svo launagreiðendur þurfi ekki að hækka laun.....

Einhver Ágúst, 29.11.2009 kl. 20:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband