Vei vei vei!!!

Algjörlega umhverfisvæn? Hljómar einsog kunnuglegt stef...

Fyndið að einn stærsti olíuframleiðandi heims sé að standa í þessu, svona eins og kaþólskur prestperri með drengjakór.

Og svo byrjar kórinn um vondu kommana og umhverfissinna sem nú nýverið var gengið svo langt að kalla nasista.

Kannski er einhver í þessum hópi umhverfissinna hræddur um að börninn hans fái ekkert "uppí hendurnar", kannski er vel meinandi fólk í þessum umhverfissamsærum sem virkjana-sjálfstæðismenn sjá allsstaðar.

Ég meira að segja vona alveg innilega að þið framkvæmdar/virkjunar/álversbjálfarnir hafið rétt fyrir ykkur, en er soldið hræddur um ekki.

Þið kannski teljið nýja skýrslu 2500 vísindmanna samsæri? Samsæri um að aukning gróðurhúsalofttegunda sé órekjanlega af mannavöldum.

Er mengun sú og endanleg eyðilegging náttúru í virkjanaframkvæmdum talin með?

Ognú í gær lak það út að stórþjóðirnar eru með eitt stærsta hössl sögunnar í gangi í Kaupmannahöfn þarsem þeirra kvóti kemur til með aukast á kostnað þróunarlanda, nú skil ég betur hvað það var mikill áhugi á þessari ráðstefnu í aðdragandanum og hvers vegna bindandi samningur var allt í einu mikilvægur í augum USA

Og það sem kannski skilst best hjá ykkur iðnaðarfólkinu, erum við að hagnast á þessu rafmagni? Með orkufyrirtækin gjaldþrota og óhagstæða innkomu sé ég ekki þennan hagnað, vissulega er fólk á Reyðarfirði með vinnu og stór hópur kínverja og portúgal fékk vinnu við bygginguna en samkvæmt þeim tölum sem ég sé þá er þessi bransi ekki að skila okkur hagnaði eða raunverulegum tekjum í dag.

Kommi eða ekki þá þegi ég nú ekki þó að eitthvert fyrirtæki í einu minnst þróaða lýðveldi heims vilji kaupa íslanskt ál, þetta er alveg ágætis auglýsing fyrir Saudana og Alcoa en é held við ættum að fara varlega í að telja þetta okkur til tekna eða á einhvern af hinum frægu "good will" reikningum.


mbl.is Aðeins ál frá Íslandi í Masdar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi L. Skjaldarson

Já þetta er erfitt fyrir þá sem haldnir eru fordómum gagnvart álframleiðslu á Íslandi.

Það er einfaldlega þannig að við eigum bara eftir að vekja meiri athygli fyrir hvrsu vel er staðið er að stóriðjunni hér á landi.

Tryggvi L. Skjaldarson, 9.12.2009 kl. 12:37

2 Smámynd: Einhver Ágúst

Einmitt.

Einhver Ágúst, 10.12.2009 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband