Athyglisverð yfirlýsing...

Virkilega skemmtileg útfærsla á lausn vandans, þetta fer í sögubækurnar og er kannski upphafið á einhverju nýju.

Já ég veit þetta virkar klikkað og órökrétt en það er samt einhver þráður af snilld í þessu sem heillar mig, ég meina ef þetta er hús og bíll á myntkörfulanum sem bankarnir hvöttu manninn til að taka afhverju ættu bankarnir þá að fá húsið og bílinn tilbaka?

Bankarnir, stjórnmálamennirnir þeirra og eigendur beggja komast upp með að skella skuldunum frá sukkævintýri sínu í útlöndum yfir okkur þegnana en hér heima er fólk svo í fullum ábrygðum fyrir heimskuleg erlend lán sem þjónustufulltrúarnir mæltu grimmt með, eitthvað segir mér að fók muni ekki kyngja þvi möglunarlaust, allaveganna ekki þessi herramaður.....og vikur fyrir hrun felldu kóngarnir niður láninn sín og fangu sér svo vasapening inní kreppuna, skattfrjálst úr einhverju lífeyrissjóðasvindli.

 

 

 


mbl.is Eyðilagði íbúðarhúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga

Einmitt..... ´Hinn almenni borgari með allt sitt í húsnæði VERÐUR að fara að fá LEIÐRÉTTINGU en ekki bara frystinu.  Frysting er bara "snara" í "geymslu" um hálsinn á fólki.  Það er skelfilega óþæginleg staða og  getur örugglega fengið marga til að hreinlega fara yfir um og grípa til örþrifaráða.....

Helga , 17.6.2009 kl. 17:41

2 Smámynd: Ólafur Gíslason

Maður skilur manngreyið vissulega en klár er hann ekki.  Nú munu veðin hans ekki duga neitt upp í lánin þ.a. hann situr uppi með þau sem skuld sem munu fylgja honum. Sá fyrirvari er hér að ég veit svo sem ekkert um ástæðu þessa verknaðar.  Svo er spurning hvort það séu ekki í raun þetta fólk sem ber ábyrgð á ástandinu hér á landi?  Ef fólk hefði ekki tekið þessi erlendu myntkörfulán langt umfram greiðslugetu þá værum við ekki í þessari stöðu.  Eigendur fyrirtækja skuldsetja þau allt of mikið og sama um húseigendur.  Við hin sem ekki gerðum þetta erum farin að vera ansi pirruð út í fólk sem anaði út í vitleysu sem það hafði ekki hundsvit á.

Ólafur Gíslason, 17.6.2009 kl. 17:50

3 identicon

Ef maður fer á hausinn skiptir þá máli hvort skuldin er 70, 100 eða 150 milljónir. Á venjulegum launum borgar maður slíkt hvort eð er aldrei.

Páll Sig (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 17:56

4 Smámynd: Helga

Hallóóó.... Ólafur....

Þ+ú hlítur að vita eins og restin af þjóðinni að bankastofnanir hvöttu fólk til að taka erlend lán og kvöttu fólk jafnvel til þess að breyta íslenskum húsnæðislánum í erlend... Ég er í þeim hóp t.d.  Íbúðir sem fólk hafði með "blóði, svita og tárum" átt 50-60 % eignarhluta í eru minna en verðlausar í dag..... 

Þú ert kannski svo heppinn að hafa ekki keypt sl. 4-5 ár hér á höfuðborgarsvæðinu.... eða átt eign hér áður og getað sett uppí????  Því það virðist vera fólkið sem ekki hefur skilning á stöðu  húsnæðiseigenda í landinu.   Það er hins vegar fullt af fólki sem var að kaupa sína fyrstu eign eftir að verðið rauk upp úr öllu valdi eða hafði ekki eign á höfuðborgarsvæðinu til að fjármagna kaupin....  Fólk gerði sitt greiðslumat á HEIÐARLEGAN HÁTT með sínum banka, þar sem gengið var út frá að ráðstöfunartekjur voru nægar eftir að búið var að greiða af lánum.......   Af hverju skyldi bankinn ekki bera ábyrgð sem gerði greiðslumatið með fólkinu og stimplaði allt í bak og fyrir? 

Helga , 17.6.2009 kl. 18:03

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

algerlega sammála greinarhöfundi

Óskar Þorkelsson, 17.6.2009 kl. 18:05

6 Smámynd: Ólafur Gíslason

Auðvitað veit ég að bankarnir hvöttu fólk til að taka þessi lán en menn eins og t.d. Pétur Blöndal höfðu lengi varað fólk við þeim.  Menn eiga að taka lán í þeim myntum sem þeir hafa tekjur sínar.   Til lengri tíma er líklega betra að taka erlend lán eins og þau voru en sveiflurnar geta drepið mann og það er að gerast núna. Það eru allir að hvetja mann allt lífið að gera þetta eða hitt en á endanum ber maður sjálfur ábyrgð.  Bankarnir og stjórnvöld bera vissulega mesta ábyrgð á sjálfu hruninu en lántakendur bera ábyrgð á sinni stöðu að einhverju leiti því það átti að græða á genginu.

Ólafur Gíslason, 17.6.2009 kl. 18:24

7 Smámynd: Skeggi Skaftason

Held reyndar að þegar einstaklingar fari á hausinn séu þeir ekki alveg lausir við skuldahalann, aðrir þekkja það e.t.v. betur. Hitt er svo að hvort sem maður er á hausnum eða ekki er það náttúrulega býsna gróft brot á lögum að eyðileggja milljónatuga eign sem er ekki - lagalega séð - manns eigin.

Lagalega séð er "gjörningur" mannsins alveg jafngildur því að keyra á gröfu inn í bankaútibú og skilja það eftir í rúst. Manngreyið gæti hæglega hlotið fangelsisdóm fyrir.

Skeggi Skaftason, 17.6.2009 kl. 21:39

8 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ef gaurinn fer í fangelsi (sem er hæpið því þar er ekkert pláss) þá fær hann náttúrlega mat & húsnæði.

Annars - nokkuð sniðugur gjörningur.  Hann hefði þurft að borga hvort eð var.  Að eilífu.  Svo því ekki fara með smá stæl?

Ásgrímur Hartmannsson, 18.6.2009 kl. 00:20

9 Smámynd: Einhver Ágúst

Hin almenni borgari mun ekki fá neina lausn.........ríkið á bankana og ríkið er á hausnum.......

Myntköfulánin voru veðmál, alveg sama hvernig á það er litið. Fók gerði þetta kannski allt í góðri trú en ekki með nægar upplýsingar, vissulega er ósanngjarnt að bankarnir beri enga ábyrgð, en þetta er nú ekkert voða sanngjarn heimur.

Og já mér finnst reisn yfir þessu, eitt stykki BMW á hálfu kafi og eitt stykki einbýlishús á Álftnesi í sméli, og einmitt ekkert pláss í fangelsum né heldur er ég viss um að refsiramminn sé neitt neitt fyrir svona lagað....plús að ef þetta er fyrsta brot þá fær hann í mesta lagi skilorð.

Auk þess er þetta ásstríðuglæpur.

En takk fyrir commentin gott fólk.

Einhver Ágúst, 18.6.2009 kl. 00:56

10 Smámynd: Sjóveikur

Gott og rétt hjá þér Ágúst, það er mín skoðun er best að taka fram, það má vera bilun og hvaðeina, en snilld og þor liggur baki þessarar gerðar, ég er hálf öfundsjúkur út í menn sem hafa svona framtak í sér

Brennd jörð er ein leið til að vinna stríð, það er leið hins fátæka og arðrænda

Byltingar kveðjur, sjoveikur

Sjóveikur, 18.6.2009 kl. 14:21

11 Smámynd: Einhver Ágúst

Heheh jújú hvað gerður ekki Rússar gegn hinum ægisterka her 3ja Ríkissins, sendu sveitir á bakvið þá og skáru á forðalínurnar og brenndu akrana?

Og Finnar gegn Rússum, þetta eru allt sálfræðitrix og táknrænir sigrar einsog þessi, á milli bankanna og kúgaðra viðskiptavina sem eiga engann rétt gagnvart valdinu.(auðvaldinu ef þið viljið)

Einhver Ágúst, 18.6.2009 kl. 16:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband