Framför hjá Gulla og flokknum sem heild...

Þeir eru greinilega að stela af okkur í Bezta flokknum með þessari nýju stefnu, það er að segja spillinguna upp á borðið og alls ekki að víkja neitt vegna hennar, enda þarf hann þess ekki það er bara verið að leggja hann í einelti. 

Það er sómi að því Guðlaugur að þú standir en neitir að falla með eigin spilltu og svakalega dýru fortíð, hleypst ekki frá merkjum og nýtir tækifærið NÚNA til að nefna allskyns hótanir sem hann "varð" fyrir af flokkseigendum fyrir löngu, það er hentugt tækifæri og hefði verið ómálefnalegt og ólýðræðislegt að nefna það fyrr. Enda stendur flokkurinn fyrir málefnin en ekki mennina, sem betur fer fyrir hann í mörgum tilfellum.

Til hamingju kjósendur sjálfstæðisflokksins og verði ykkur að góðu.

 Beztu kveðjur Einhver Ágúst 17 sæti Bezta flokksins í Reykjavík

Mér hefur aldrei verið hótað einu né neinu í starfi mínu fyrir Bezta og fagna öllu sem við gerum því það er alveg sama hvað við gerum það er og verður alltaf Bezt. Ég hef engar milljónir fengið en ef til þess kemur skal ég segja ykkur frá þeim strax.


mbl.is Guðlaugur hyggst ekki víkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við grínumst ekkert í Bezta...

Innilega til hamingju kæru samborgarar, nú fara miklir gleði og gæfudagar í hönd okkar Reykvíkinga og framtíðin með sjálfbærni og nýjum tækifærum í orkumálum blasa við einso milljón volta neonljósaskilti.....

Liðinn er tími þessa leiðindaliðs sem ekki bara er leiðinlegt og ófrumlegt heldur líka óheiðarlegt og siðspillt, en umfram allt leiðinlegt svo ég haldi mig við málefnin.

Hann reynir örvæntingafulla tilraun til að ná einhverju tilbaka eftir að hafa ásamt vinum sínum afskrifað okkur sem einhversskonar grín í bryjun, það gerðu kannski einhverjir en við klárum dæmið(!!!) í Bezta flokknum og nýtum sóknarfærin.

Ekki er um það að tala að ná aftur vopnum sínum heldur mynda nýskonar sókn, vopnlausa og fallega sem muns leiða þetta land inní tíma friðar og velsældar fyrir alla.

 

Beztu kveðjur frá einhverjum Ágúst 17 sæti Bezta flokksins   X-Æ


mbl.is Meirihlutinn fallinn í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Besta niðurstaðan?

Nú fékkst loksins botn í þetta dularfulla mál, það var semsagt ekki rétt að skipa 5ta hæfasta manninn í starf alveg sama hver pabbi hanns væri.

Það er svosem ágætt, en svona lagað mun aldrei gerast þegar við í Bezta flokknum náum öllum völdum hér á landi og gerum allt skemmtilegt og sanngjarnt.

Þá munum við komast að Beztu niðurstöðunni alltaf með hjálp opinnar stjórnsýslu og Beztu ráðgjafar sem völ er á auk þess að sonur formannsins er ekki enn kominn með lögfræðipróf svo það verður að bíða aðeins að skipa hann dómara pólitískt.

Sjáið tildæmis frábæra grein formannsin um Aspir á www.bestiflokkurinn.is, þar sýnum við að við erum óhræddir við að ræða viðkvæm mál og koma með gagngerar og sjálfbærar tillögur til úrbóta.

Kv Einhver Ágúst 17 Bezta flokksins.


mbl.is Árni og ríkið bótaskyld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sumardagurinn fyrsti...

Gæti orðið dimmur í Reykjavík en það er nú bót í máli að skólahald liggur þá niðri og margir í fríi.....

Við erum að sleppa vel í Reykjavíkinni og hugur minn er hjá mönnum, dýrum og uppskeru austa Hvolsvallar.....

Og vinsamlegast hættið að hæðast og grínast með gos og sérstakega kaldhæðnisleg pólitísk ádeila með gosívafi þykir mér vafasamt grín. 


mbl.is Öskufall í Reykjavík á fimmtudag?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tobbi!

Tobba í skipulagsmálin!!
mbl.is Stefnir á borgarstjórastólinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég segi spegill við þessari grínumræðu...

Finnst þessar árásir og dylgjur um grín vera ómálefnalegar og segi því spegill! Og bannað að segja spegill tilbaka.

Jón sem borgarstjóra.

Einar Örn formann Leikskólaráðs.

Karl Sigurðsson sem miðborgarstjóra.

Mig sem stjórnarformann Orkuveitu Reykjavíkur.

Einhver Ágúst


mbl.is Jón Gnarr: „Við stefnum hærra“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við þökkum stuðninginn....meira af þessu.

Ég held að þeir "hefðbundnu" stjórnmálamenn sem báðu mig persónulega að styðja sig í prófkjöri í vetur sig fengu svar um að hitta mig bara í brogarstjórnarviðræðum séu hissa í dag.

Ég þakka stuðning og hlý orð landsmanna til sjávar og sveita og hlakkar til að geta lagt rass í stól til að vinna að mikilvægum málefnum íslendinga sem ég þekki.

Við erum beint lýðræðislegt afl sem fólk tekur fegins hendi og við viljum hjálpa aumingjum á öllum aldri, nú fyrst förum við að opinbera stefnumál okkar í málefnum barna og umhverfisins og þá fara hjólin að snúast....

Tökum til í borginni okkar!!!

Einhver Ágúst


mbl.is Jón Gnarr vinsælli en framsókn og frjálslyndir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúlega illa falin fréttaauglýsing..

Já þeir hjá olíufélaginu voru að senda okkur póst og þar er búið að reikna út að bensínverð hér e rþað ódýrasta í allri Skandinavíu, alveg satt og segið takk.

Og svo er snyrtilega sleppt að reikna inní þetta laun og kaupmátt á landinu okkar fagra samanborið við löndin í kring, skrítið.

Greinilegt að mogginn er búinn að segja sig úr stöðuleikasáttmálanum.


mbl.is Eldsneytisverð með því lægsta sem gerist í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og svo verður snúið útúr og hver höndin gegn annari...

Nú virðast fanatískir andstæðingar ofstækisfullra umhverfissinna taka við sér og "fordæma", það er skemmtilegt stríð og gangi þeim vel með það.

En það er nú ekki mikið nýtt að hægri sinnaðir fjármagnstilbiðjendur ráðist  með offorsi gegn síðhippum, kvennréttindafrömuðum og umhverfissinnum, afa ófrumlegt reyndar.

En já það hefur nú verið sýnt frammá að það er ekkert sem Svanhvít hefur gert sem hefur tafið eitt né neitt, nú eru nokkrir mánuðir síðan hún afgreiddi ákveðna rafmagnslínu en það strandar allt á fjármagni.

Og svo er ekkert endilega best að gera hvað sem er og taka alltaf fyrsta kostinn sem býðst, við verðum að sýna biðlund og velja vel hvaða framtíð þetta land á að eiga, með hugmyndir allra að leiðarljósi og finna sátt um framkvæmdir.

En þrýstingur fjármálaaflanna er sterkur einsog ALLT fjármálkerfi okkar sýndi þarsem það laut engu eftirliti og jafnvel DO gat ekki hamið það skrímsli sme hann skapaði undir mikilli pressu frá þessum sömu fjármálaöflum, það endaði með ósköpum, skelfingu, atvinnumissi, stórtapi almennings í lífskjörum almennt og ærumissis þjóðarinnar um alla veröld.

Tökum því rólega og byggjum upp á fleiri vígstöðvum en stóriðju, höfum fleiri og smærri kaupendur að orkunni okkar og virkjum af skynsemi og nærgætni við þá náttúru sem okkur var úthlutað.


mbl.is Meirihluti vill ekki slaka á umhverfisvernd fyrir stóriðju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enda fáránlegt og stríðir gegn stjórnarskrá landsins....

að stand í stríðsrekstri og æfingum til þess föllnum til ða drepa saklausa borgara víða um heim og jafnvel leiguheri fyrir einræðisherra og fíkniefnabaróna.

Við gerðum nógu stóra skyssu gagnvart Írakstríðinu og það í svipuðum tilgangi, þ.e.a.s. vegna þess að við höfðum ekki efni á að sleppa því.

Vinnum okkur inn heiðarlega peninga og sofum vært.


mbl.is Lítt hrifinn af herþotunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband