Færsluflokkur: Bloggar
8.8.2009 | 21:45
Vissulega er sannleikurinn hvorugu meginn....
Sannleikurinn verður ekki klæddur í einkennisbúning og veitt vald til valdbeitingar, né heldur býr hann í tökuhúsum með sjónarmiðum grænmetisétandi júróhippa.
Hann er þarna einhversstaðar á milli, flækist á milli og virðist fela sig fyrir flestum sökum skoðanna þeirra eða hlutdrægni yfirleitt, með SI, með eða á móti Löggum, hata ál, elska ál(???) eða eitthvað slíkt.
Þá gleymist að það má í raun ekkert sletta skyri en logreglan mætir ekki á svæðið við mun alvarlegri atburði næstum daglega svo þetta virðast nú vera harkaleg viðbrögð við smá skyri, og j´aþetta er litða skyr fyrir þá sem vilja halda efanum á lofti um það og "telja" þetta jafnvel vera eitthvað annað og hættulegra og vilja harkalegri framferði lögereglu.
Það gleymist líka fljótt að lögreglann ber litla ábyrgð oglögreglumenn þurfa að verða uppvísir af miklum afglöpum til að rannsókn nái fram að ganga.
Berið bara saman upptökur af útkallinu vegna skyrssletta og svo útkalli vegna ofbeldis í kompási þarsem löggan tekur bar kunningjalegt spjall við kauða svona í vegkantinum, ekkertverið að handtaka hann enda hann svo rosa sterkur, var það kannski málið? Auðveldara að snúa niðurstelpu og lemjaandlitinu hennar í malbikið.
Þetta er nú ljóta ruglið hérna á landinu okkar góða.
![]() |
Ásakanir Saving Iceland ekki svara verðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.8.2009 | 21:00
Fallegur dagur.....
Ég naut dagsins að vanda með litla bróður og Gunna mág í göngunni, við hlið mér konan mín og sonurinn með regnbogafána.
Þetta er yndislegur dagur og mikið höfum við það gott hér á landi aðeins örfáir hlutir eftir ógerðir til að mannréttindi náist jafnt fyrir alla.
Til hamingju með daginn öll sömul!!
![]() |
Stærsta gangan til þessa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.7.2009 | 10:34
Gúrkutíðarlögga?
Uppgrip fyrir lögreglumenn og byssukalla er í stórhættu þarsem niðurskurðurinn frægi bitnar á öllum.
En þessi frétt er nú alveg met, dýrbitið lamb lesum við um í dýrtíðinni og grejuskyttan vælir undann litlum peningum, ef honum er svona annt um lömbin afhverju fer ahnn ekki bara og drepur tófuna, hví gera bændurnir það ekki bara sjálfir? Eða mynda samlag og ráða sér skyttu?
Ég drap persónulega svona ca 20 minka þegar ég var barn og fékk smá verðlaun hjá oddvitanum fyrir skottin, en það yrði náttúrulega tilefni til að senda börn til sálfræðings í dag miðað við að þetta sé frétt.
![]() |
Dýrbitið lamb í Borgarfirði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
23.7.2009 | 14:45
Einmitt.....
Lögreglan sendir út massívann áróður um hversu aumt það séð að vera lögga í dag og hvernig við eigum ÖLL að vera mjööög hrædd, var ég einn um að taka eftir að Fréttablaðið í gær var undirlagt af lögreglunni?
Þar var betlað og kvartað og eitt sakamál allt að því gefið eftir við lögfræðing með því að játa í forsíðufrétt að engar upptökur væru til af stórhættulegum eltingarleik í síðustu viku vegna skorts á upptökudiskum í myndavélarnar.
Það má ekki gagnrýna störf lögreglunnar án þess að það séu fordómar 0og maður sé einhver kommúnistavesalingur og svo beita þier svona líka virkilega ósmekklegum þrýstingi og fjölmiðlafléttum til að hræða fólk og snapa sér pening, afhverju ætti löreglan að sitja framar í úthlutun ríkisfés en sjúkraliðar, ljósmæður, ruslakallar, vörubílstjórar og annar almenningur?
Er Það verjandi að lögregla í ljósi og krafti embættis síns noti fjölmiðla til að blekkja tækifærissinna á alþingi til að gefa sér fé umfram aðra þjóðfélagshópa með frétta tilkynningum frá embættinu?
Blaðamaður Fréttablaðsins meira að segja hafði á orði að þessar tilkynningar hefðu aukist frá lögreglunni og væru orðnar ansi undarlegar.
Ég sé ekki betur en að Lögreglan sé líka að nota sér ótta stjórnmálamann eftir ástandið sem skapaðist við þinghúsið í vetur, pólitíkusra mega ekki til þess hugsa að þeirra einkaher verji þá ekki í komandi átökum sem viðrast blasa við þegar líður á haustið, það get ég ímyndað mér að verði nefnt á þessum fundi með dómsmálaráðherra og fulltrúa lögreglunnar honum Snorra.
Ef þið passið okkur ekki þá pössum við ykkur ekki, Ísland er lítið að breytast.
Það þýðir lítið að herða refsingar og auka löggæslu ef það er ekkert pláss að setja krimmana og það þýðir lítið að herða löggæslu til að bregðast við misskiptingu og óréttlæti í samfélaginu sem veldur gremju og jafnvel uppreisn þegar upp verður staðið.
Hræddir stjórnmálamenn stinga hausnum í sandinn og vona að löggan passi sig. Stjórnm´lamenn sem ekki vilja verða dæmdir af verkum sínum.
Dugmiklir stjórnmálmenn láta þegna sína sitja við sama borð þrátt fyrir háværan hóp sem fer fram með hótunum og hræðsluáróðri, einsog fyrirsögn Fréttablaðsins í gær, "Glæpir aukast á meðan lögreglan er fjársvelt"(ekki kannski orðrétt).
Ég leyfi mér að fullyrða að það er enginn starfsstétt sem fær slíka áheyrn hér á landi.
![]() |
Erfitt og sársaukafullt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.7.2009 | 14:31
Þetta er nú meiri pólitíkin
Lögreglan sendir út massívann áróður um hversu aumt það séð að vera lögga í dag og hvernig við eigum ÖLL að vera mjööög hrædd, var ég einn um að taka eftir að Fréttablaðið í gær var undirlagt af lögreglunni?
Þar var betlað og kvartað og eitt sakamál allt að því gefið eftir við lögfræðing með því að játa í forsíðufrétt að engar upptökur væru til af stórhættulegum eltingarleik í síðustu viku vegna skorts á upptökudiskum í myndavélarnar.
Það má ekki gagnrýna störf lögreglunnar án þess að það séu fordómar 0og maður sé einhver kommúnistavesalingur og svo beita þier svona líka virkilega ósmekklegum þrýstingi og fjölmiðlafléttum til að hræða fólk og snapa sér pening, afhverju ætti löreglan að sitja framar í úthlutun ríkisfés en sjúkraliðar, ljósmæður, ruslakallar, vörubílstjórar og annar almenningur?
Er Það verjandi að lögregla í ljósi og krafti embættis síns noti fjölmiðla til að blekkja tækifærissinna á alþingi til að gefa sér fé umfram aðra þjóðfélagshópa með frétta tilkynningum frá embættinu?
Blaðamaður Fréttablaðsins meira að segja hafði á orði að þessar tilkynningar hefðu aukist frá lögreglunni og væru orðnar ansi undarlegar.
Ég sé ekki betur an að Lögreglan sé líka að nota sér ótta stjórnmálamann eftir ástandið sem skapaðist við þinghúsið í vetur, pólitíkusra mega ekki til þess hugsa að þeirra einkaher verji þá ekki í komandi átökum sem viðrast blasa við þegar líður á haustið, það get ég ímyndað mér að verði nefnt á þessum fundi með dómsmálaráðherra og fulltrúa lögreglunnar honum Snorra.
Ef þið passið okkur ekki þá pössum við ykkur ekki, Ísland er lítið að breytast.
Það þýðir lítið að herða refsingar og auka löggæslu ef það er ekkert pláss að setja krimmana og það þýðir lítið að herða löggæslu til að bregðast við misskiptingu og óréttlæti í samfélaginu sem veldur gremju og jafnvel uppreisn þegar upp verður staðið.
Hræddir stjórnmálamenn stinga hausnum í sandinn og vona að löggan passi sig. Stjórnm´lamenn sem ekki vilja verða dæmdir af verkum sínum.
Dugmiklir stjórnmálmenn láta þegna sína sitja við sama borð þrátt fyrir háværan hóp sem fer fram með hótunum og hræðsluáróðri, einsog fyrirsögn Fréttablaðsins í gær, "Glæpir aukast á meðan lögreglan er fjársvelt"(ekki kannski orðrétt).
Ég leyfi mér að fullyrða að það er enginn starfsstétt sem fær slíka áheyrn hér á landi.
![]() |
Lögreglan þarf aukið fjármagn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
17.7.2009 | 13:11
Téður úfliður snýr aftur
Nú er ég aftur minntur á að Týr missti höndina við úlfllið einsog það var kallað þegar Æsirnir böksuðu við að binda Fenrisúlf, seinna virðist þetta hafa breyst í úlnlið.
Kemur málinu náttla ekkert við, en afhverju er þetta frétt? Er verið að fela eitthvað? Fer kaþólskt sæði til spillisí páfagarði í það miklu mæli að menn slasast á úlflið?
Tý refsaðist fyrir fífldirfsku.
![]() |
Hlúð að heilögum úlnlið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.7.2009 | 11:37
Tvær góðar
Versti pólitíkus landsins hefur einu sinni í hávegi heiðarleg vinnubrögð og fær fyrir vikið skammir frá hlutdrægasta og versta blaðamanni landsins....skrípaleikur?
Maður spyr sig...
![]() |
Staða Þorgerðar Katrínar veikist |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.7.2009 | 12:25
Ég er ekki viss
hvort sé auðvelt að líkja þessum degi við daginn þarsem Ásarnir fengu hjálp hjá Álfunum við að smíða lítinn silkiþráð sem kallaðist gleipnir...gerðru úr skeggi konunnar, sinum bjarnarins, dyn kattarins, fugls hráka, rótum bjargsins og anda fisksins.
En mér finnst margt í þeirri sögu eiga við okkar tíma og nær það hámarki í dag.
Loki hafði galdrað fram Femrisúlf, úlf nokkurn ógurlegann sem hann ætlaði að nota til að fá alla til að hlusta á sig, fyrst um sinn gættu Æsirnir ekki að sér og héldu úlf sem gæludýr þó að aðeins Týr hefði kjark til að fæða kvikyndið sem óx með ógnarhraða, svo sáu þeir að þessi skepna myndi valda þeim skaða og væri í raun til þess gerð.
Sem minnir mig á Icesave ævintýrið allt frá upphafi, og sama hvað Davíð segir er það skrímsli skapað af honum og bestu/verstu vinum hanns, með hugmyndir Hannesar/Loka að leiðarljósi.
Og þegar það uppgötvaðist þá fór af stað mikið rökstólaþing þarsem reynt var að koma með hugmyndir til að binda/hlekkja úlfinn mikla.
Eftir að allskyns reipi og hlekkir höfðu rifnað og sprungið utanaf skrímslinu(fyrst læðingur sem síðan hefur merkt að leysast úr læðingi, og svo drómi samanber drepa í dróma) var ákveðið að leyta hjálpar hjá dvergum nokkrum í Svartálfsheimum. Dvergarnir smíðuðu örfínann silkiþráð sem kallaðist Gleipnir úr hráefninu hér að ofann, ´sá þráður hafði þann eiginleik að vera gerður úr hlutm sem ekki voru til og hertist við hvert átak, en þarsem úlfurinn var fullur drambs lét hann binda sig í þráðinn sakleysislega og er þar enn fastur en veldur jarðskjálftum þear hann byltir sér. Auk þess beit hann hönd Týs af sem sett var að veði til að lokka úlfin í Gleipni, Týr var einhentur eftir það en þaðann er komið orðið úlfliður og seinna úlnliður.
Saga þessi er merkileg og hefur sótt á mig síðustu daga, það má segja lauslega að ríkisstjórn Geirs H Haarde sé læðingur og í vetur leystust hér ógnarkraftar úr læðingi með mótmælum og á tímabili óeirðum sem sýndu hinn raunverulega mátt fólksins í landinu. Seinni ríkisstjórn sem sett var saman úr VG og Samspillingu reyndi hvað hún gat að drepa í dróma ástand og stöðu sem ekki verður fengist við með hefðbundnum pólitískum leiðum nú er sú ríkisstjórn við það að springa þarsem annar flokkurinn telur það lausn alls að ganga í ESB, það mun svo koma í ljós seinna hvort rétt reynist, en ég efa það.
En í svartálfaheimi íslenskra pólitíkur er nú að birtast læðingur að mér sýnist með þvingunum Borgarhreyfingarinnar, með þeim hafa þau sett bönd á skrímslið kannski, böndin hegða sér þannig að ef Icesave verður endurupptekið og yfirfarið þá muni Borgarhreyfingin styðja aðildarviðræður Samfylkingarinnar, því að þessar viðræður eru Samfylkingarinnar og hennar einnar ekki ríkisstjórnar einsog þingmenn VG eru að segja á Alþingi akkúrat núna.
Gleipnir Borgarahreyfingarinna er gerður af húmor Þráins, grimmd Birgittu, reynslu Margrétar og hæð(ni) Þórs Saari....þannig er hann gerður úr hlutum sem ekki eru til einsog forveri sinn.
Icesave sem ég hef talið best fyrir okkur að borga er að verða meira og meira vafaatriði í mínum huga, Icesave er okkar Fenrisúlfur, við fæddum hann og héldum sem gæludýr of lengi og fífldjarfir bankamenn fæddu hann einir og örugglega ekkert óhræddir, hann hefur nú þegar bitið bláu höndina af Davið og félögum og nú er hann búinn að brjóta af sér öll þau bönd sem við höfum reynt að setja á hann.
Ég vona að þessi hótun Borgarhreyfingarinnar verði til góðs.
Þegar það er sagt þá er nú í eðli okkar íslendinga að vera svolitlir Lokar sem finnst þeir allir hafa vit á öllum sköpuðum hlutum, þetta er leiðindaókostur, augljóslega líka í mínu fari.
Nú er Kúlulánadrottningin með mikla ræðu um lýðræði og að læra af reynslu liðins hausts, hún er Sigyn kona Loka sem stóð með skálina og safnaði eitri svo ekki lenti það á andliti bóndans, öðru hvoru þarf hún að tæma skálina og þá leikur allt á reiðiskjálfi....en meira um það seinna.
![]() |
Bjart yfir þessum degi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.7.2009 | 11:17
Held nú bara
að hann hefði gott af því að fara aðeins sjálfur á hnén og fatta hvað auðmýkt er, virðist ekki alveg liggja fyrir honum frekar en öðrum félögum Framsóknar og Sjálfstæðisflokks þessa dagaan sem varl kannast við að hafa sett landið á hausinn og eyðilagt gjaldmiðilinn okkar með gríðarlegum offjárfestingum og heimskulegri þenslu í nafni frjálshyggju.
Sigmundur farðu á hnén og biddu fyrir okkur öllum, og endilega slepptu því að þenja digrann barkann á meðann.
Digur barki? Allt í einu finnst mér Sigmundur og Gunnar Birgis líkar týpur...
![]() |
Ísland á hnjánum til Evrópu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.7.2009 | 11:12
Þetta lagast í dag....
þegar FM Belfast koma í bæinn í dag og syngja ljúfa tóna og hjálpa fólki að dilla sér...
Vonandi fattar fólk ekki að þeir séu Mótmælendur þó að það hafi nokkuð aðra meiningu í þeirra tilfelli..
![]() |
Óeirðir í Belfast þriðju nóttina í röð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)