Færsluflokkur: Bloggar

Gremjufylgisflakk...

Þetta er að verða svo viðkvæmt þetta pólitíska landslag, einstök mál eru tekin fyrir og valda því hvað fólk kýs, það er svakalega undarleg pólitísk sannfæring í mínum huga að færa atkvæði sitt yfir til Sjálfstæðis og Framsóknar vegna óánægju með flokka sem maður kaus fyrir 2 mánuðum.

En svona er þetta víst, og svo það sé tekið fram er ég ekkert minna en steinhissa á tæplega 60% kjósenda sem eyða atkvæði sínu á Samfylkingu og Sjálfstæðisflokk eftir allt sem þau hafa orðið uppvís af, þannig að ég er greinilega undarlegur með eindæmum.

En að vilja gefa þessum flokkum ásamt Framsókn atkvæði sitt er einsog að finnast allt í þessu fína að setja barn undir stýru á fullri rútu í mínum huga. Þeim er ekki sjálfrátt og það á sagan að hafa kennt okkur nú síðast vorum við minnt á það í gær með lánabókum Kaupthings og risakúlulánum hjónanna í hafnafirði ásamt því sem er í raun merkilegast að lögfræðingurin sem lét fella lánin úr persónulegri ábyrgð er ennþá í vinnu hjá ríkinu.

Tugmilljarða svindl og svínarí og svo bara föst vinna..........


mbl.is Fylgi stjórnarflokkanna minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já ok...

Daglegt kynlíf styrkit sæði og eikur líkur á þungun, ok virkar það þannig?

Mikið er ég feginn að það er búið að komast loksins til botns í því vísindalega.


mbl.is Mikið kynlíf styrkir sæðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Látnir???

Upphaflega fyrirsögnin var "Fimm látnir fara frá Portsmouth"  

Ojbara!! Hann náði að breyta á meðann ég skrifaði færsluna, þetta er lifandi blogg!! Dem!!

Eru þeir að losa sig við lík? Skil það svosem vel enda erfitt að spila fótbolta með lík inná vellinum, Hemmi Hreiðars er heppinn að vera "bara" 38........og langt frá því að vera látinn einsog gestir NASA fengu víst að upplífa um helgina rétt áður en hann drapst í golfgallanum.

Látnir, en sniðugt...

Hefði nú mátt orða þetta betur af virðingu við hina "látnu" og aðstandendur þeirra.

Hvet alla starfsmenn moggans til að stríða viðkomandi blaðamanni mikið í dag, hann getur verið vant við látinn ef einhver hringir og svo er hægt að senda honum samúðarskeyti og blóm.

 


mbl.is Fimm í viðbót fara frá Portsmouth
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Versalasamningur okkar tíma

Þetta á sér fordæmi og hét það fordæmi Versalasamningurinn þarsem þjóðverjum var gert að greiða og bera einhliða ábyrgð á fyrri heimsstyrjöldinni.

Svona fór þetta ss allt samann fram og útaf þessu rugli sitjum við uppi með þennann frábæra samning.

Gerðardómur heitir það víst og hanns ákvörðun virðist lögði til grundvallar og útilokar okkur frá dómstólaleiðinni eða hvað?


mbl.is Árni átti í vök að verjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Anda inn, vá mig svimar bara

Þetta eru svakalegar upphæðir, ofaná öll önnur lán og skuldir sem við höfum nú þegar og eigum eftir að stofna til í framhaldinu, þetta verður erfitt en ég trúið að þetta sé hægt og einnig að þetta verði minna þegr upp er staðið. 

 

Jæja krakkar mínir og hvað er svo planið ef við segjum NEI?


Mér finnst undarlegt hvað NEI-arar eru 100% vissir í sinni sök, hef persónulega vonda reynslu af að vera svona viss um að hafa rétt fyrir mér....stoppar mig samt ekki í því að blogga um þetta. Auk þess að ekki sé ég neinar lausnir, sé bara fullt af snillingum sem eru vissir um að geta farið út og fengið betri samning, svona B-landslið útrásarvíkingann sem klæjar að fá sinn séns sem kóngar.


Og hvað á það að gagnast einhverjum að ræða Icesave við Sjálfstæðismenn? Nema maður sé svo vel settur að vera vinur Kjartans G eða einhverra þeirra sjálfstæðismanna sem stofnuðu til þessara reikninga, þeirra sem raunverulega stofnuðu til þessara vandræða þjóðarinnar. Verð þess bara fullviss að kjósa þá aldrei aftur vinir mínir, eru ekki annars allir sem kusu kúlulánadrottninguna í svörtum fötum í dag? Vilja þeir allavegann þegja í einn dag?


Já alþjóðasamfélagið hótaði okkur, já hryðjuverkalögin eru ósanngjörn og við höfum lítið í þessi mál að gera svona hreint diplómatískt séð, þeir höfðu allt með sér, Arbísk og Rússnesk nöfn tengd bönkunum og gríðarlega hættu sem skapaðist fyrir þegna þeirra eiginn landa. Hollendingar og Bretar eru gamlar rótgrónar og afar valdamiklar nýlenduþjóðir sem hafa beygt stærri þjóðir en Ísland til hlýðni, auk þess virtust þeir fá samhljóm og stuðning allflestra ríkja heims til að knýja á um lausn í þessu subbulega máli, þarmeð talið frændþjóða okka rí skandinavíu.


Hafið þið velt fyrir ykkur að það verður að mínu viti afskaplega lítill munur á Íslandi sem borgar og Íslandi sem ekki borgar? Aðstaða okkar verður erfið á hvorn veginn sem farið verður, ég persónulega mun una hvoru heldur sem er, þó mig gruni að það sé betra fyrir hag okkar að borga.

Já fullir kallar og kellingar hafa talið einhverjum trú um að þeir séu sendiboðar sannleikans á Hótel Sögu einsog Amma kallar stöðina.....og nú síðast Jón Baldvin með sína skeleggu vestfirsku rödd.

Það er rosa auðvelt að vera með stórar fullyrðingar byggðar á okkar takmörkuðu upplýsingum og óvissu um framvindu mála í sölu eigna og innheimtu lána, þær fullyrðingar og meintur illvilji og ráðabrugg ríkisstjórnarinnar munu þá aðeins koma í ljós í tímans tönn.

Og að hver sem er, hvað Nonni sem er útí bæ lepji upp einhver "rök" frá Indefence hópnum sem er í mínum augum lítið annað en svona B-lið útrásarinnar, minna helst á Jakob Frímann allir sem einn, eða þá hitt að tala um þessi lög eða hin, þennan dómstól eða hinn er bara barnaleg trú um að það sé komið 2009 og að þessar stórþjóðir séu einhvernveginn orðnar betri og viðræðuhæfari. Þvílíkt bull og vitleysa, bretar eru bretar, þeir réðust inní Falklandseyjar fyrir minni sakir en þessar og hagsmunir bankakerfis evrópu sem riðaði til falls og gerir í raun ennþá munu alveg hiklaust teknir framyfir litla kjánalega Ísland, peningarnir ráða og þarnar eru alltof miklir hagsmunir í húfi fyrir alltof mikið af ríku fóki og fríkisstjórnum. Við erum svínbeygð, grátið einsog þið vilji og verið reið en svona er heimurinn, fylgjist með Zeitgeist á RÚV og prófið að setja þetta í samhengi.(úff ég mælti með Zeitgeist það var alveg óvart)


Ég fyrir mitt leyti vel að trúa á að stjórnin sem við sitjum uppi með nú sé sú skásta í stöðunni, nema ef ske kynni að Borgarahreyfinginn hefði komið að henni líka og getað stutt við hinar raunverulegu siðabætur.

Við skulum ekki liggja þessari ríkisstjórn á hálsi fyrir að reyna af vanmætti að eiga við tröllvaxið vandamál, vandamál sem á sér varla fordæmi í sögu jarðar, ekki allaveganna nema að vera með einhverjar vitrænar lausnir aðrar en "við borgum ekki" og "drögum þá fyrir dóm" sú leið var könnuð og þótti ekki vænleg til árangurs. Eða kannski frekar "útskírt" fyrir okkur að það væri best fyrir okkur að sleppa henni.

Höfundur færslunnar er ekki landráðamaður, né hef ég áhuga á að ganga í ESB, mig langar bara að börnin mín komit í mannsæmandi skóla og búi í aðeins sanngjarnara landi en ég ólst uppí. er enginn að taka eftir að Ríkisstjórnin virðist vera að fara aðra leið í niðurskurði en aðrar þjóðir í svipaðri stöðu gagnvart AGS hafa verið neyddar í umsvif- og undantekningalaust, leið sem innifelur að skera niður óþarf í utsnríkispólitík og varnarmálastofnun ádsamt fleiru, það mun vissulega bitna á okkur öllum en einkavæðing alls velferðarkerfisins hefur verið reglan í þessum atvikum áður og ég sé vonarglætu þar. Þó get ég ekki annað en fengið smá grun um að það hafi eitthvað með málið að gera að við erum hvít og rík......

Góðar stundir..

Góðar


mbl.is 60-70 milljarða árleg greiðsla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver var þá greiðslugeta mín?

Nú verð ég að hrósa DV,  og það hef ég ekki gert áður, en þeir eru að opna mál sem á gjörsamlega að þagga niður og engin viðurlög eru við þessum "glæpum" þannig að niðurstaðan verður væntanlega að afara fáir verða ákærðir og enginn mun hljóta dóm.

Hvað þá heldur 150 ára dóm einsog Maddofinn í USA, til þess skortir okkur mikla aðstoð og strangari lagaramma, og ekki síst mun öflugri stjórnarskrá einsog kanarnir búa að.

En afhverju fór ég ekki í greiðslumat á þessum tíma?

Já einmitt ég er á vanskilaskrá um aldur og ævi(eða allavegann mjög lengi) vegna trassaskapar og heimskulegs lífstíls.

En jédúddamía, ég hlýt nú að hafa 10% greiðslugetu á við ráðherrafrúnna? Það hefði þýtt að ég hefði geta borgað allar mínar skuldir og keypt mér húsnæði og lifað áfengislausu áhyggjukvöldi það sem efitr var. Eitthvað sem ég reyndar virðist geta hvort eð er með afar góðri hjálp.

En ég var ekki svo sniðugur og raunar efast ég um að ég hefði fengið 90 mílljónir til að leika mér með, enda hvorki B-heimsmeistari né rétt giftur, bara alls ekkert giftur.

Ekki skilja mig þannig að ég öfundi Kristján Arason(kalla nú sjálfann mig kennarafrú), hvort sem hann borgar þetta(sem ég efast) eða ekki þá myndi ég seint vilja vera með þann leiðindastimpil að hafa verið í landsliði sukkara og svindlara í þessu landi, lítill hópur mann sem keyrðu landið í þrot á meðann þeir veiddu lax og borðuðu gull.

En það gerir mér líka auðveldar að skilja það að ég hefði kannski ekki verið maðurinn sem stóð upp á sápukassa og hrópaði "Strákar þetta er algjört rugl, við erum að setja þjóðina á hausinn hérna!" Nei væntanlega ekki, ég hefði líklegast látið ginnast af öllu samann og keypt mér íbúð á Manhattann, snekkjur og styttu af mér.

 

Má ég þá frekar biðja um vanskilaskrá í smástund á meðann ég geri upp allar mínar skuldir í rólegheitum, mér líður ágætlega þar í bili.

 


mbl.is Birta upplýsingar úr lánabók Kaupþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þau dóu ekki án tilangs.....geggjað

Mikið varð ég glaður í kvöld þó að marga þessara einstaklinga ég hafi þekkt og sorglegt hvernig þau fengu stuttan tíma hérna á jörðinni en það er eitthvað svo notalegt að þau séu með lífi sínu að gefa uplýsingar og hrinda burt fordómum.

Vona bara að einhverjir siðapostular séu ekki að misskilja þetta sem part af stríðinu gegn eiturlyfjum, "ólöglegum" jafnvel. Hvers vegna er harðast og banvænasta dópið allt í einkaleyfissölu Ríkissins? Hvað gerir þessi ólöglegi stimpill eiginlega að verkum hvað fíkniefni varðar?

Hvað með að gera þau lögleg og óspennandi og hætta að glæpavæða og fangelsa veikt fók endalaust....
Stríðið gegn fíkniefnum mun aldrei enda, það gerir það að verkum að það er ekki stríð.
Og löglegu fíkniefnin eru að drepa flesta fíkla og alkóhólista einsog staðan er í dag, td langflest þessara sem eru þessum auglýsingum dóu af neyslu löglegra eiturlyfja sem fullmenntaðir læknar skrifuðu uppá og seld eru útí apóteki, sum þeirra lyfja eru jafnvel sett í 6 ára börn.
Auk þess að endurhugsa fordóma okkar geng því hverjir verða fíklar, þá þurfum við nauðsynlega að endurhugsa hvernig við vinnum að meðferðar-, löggæslu- og fangelsismálum þessu tengdu.
Enginn læsir feitt fólk í fangelsi, afhverju eru fíklar öðruvísi?


mbl.is Ég verð ekki fíkill
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fy faen, dette er trist

Ég bjó þarna í 3 ár á þessu svæði og keyrði þessi og svipuð göng ansi hreint oft, ásamt því að taka allar þessa ferjur, þótti þau alltaf ógnvekjandi og þetta er hræðilegt slys og vægast sagt ömurlegur dauðdagi.

Samhryggist aðstandendum þesa fólks.


mbl.is Eldur í norskum jarðgöngum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já mikið er heimurinn grimmur stundum

Ekki vakir fyrri mér að réttlæta nauðganir eða hvers kyns ofbeldi, en þetta er hryllilega undarleg iðja að fylgjast með aftökum og pyntingum. 

 

Já úff, undarleg er ásókn mannanna í ófögnuð og eymd.

Ég persónulega kynntist 19 ára munaðarleysingja frá Lagos í noregi fyrir 5 árum, hann hafði átt föður í hinni "löglegu" stjórnarandstöðu og hafði sagt eitthvað óheppilegt í blaðinu, fjölskyldann flúði í allar áttir og mánuði seinna er hittast átti í Marseille er mig minnir stóð hann þar einn í viku, þegar hann svo náið sambandi við frænku sína fékk hann fréttirnar að fjölskylda hanns(móðir, faðir og tvær systur) hefðu öll verið drepin.

Andy vinur minn var einn.

Ég hef mikið hugsað til Andy í vetur, við höfum það þrátt fyrir allt afar gott hér í landi.

 


mbl.is Fjöldi fylgdist með opinberri aftöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggþynnka og ranghugmyndir

Allt í einu langaði mig að skrifa færslu ótengda fréttum og röngu og réttu, og er bara að byrja svona með þá hugleiðingu opinbera, með það í huga að vænanlega les enginn þetta röfl í mér þá fer hugurinn að reika.

Fyrir um 10 dögum náði ég áður þekktum hápunkti í mínum stutta blogferli, ég skrifaði nokkrar færslu nokkra daga í röð um mismunandi málefni, var í miklu stuði og einhvernveginn voru fréttirnar að hvetja mig til dáða í sannleiksleit og öðru tuði.

Eftir nokkra daga af þessu rek ég augunn í að fleirihundruð og jafnvel yfir þúsund IP tölur þegar mest lét voru að skoða bloggið mitt og áður enn ég vissi af var ég á topp tíu yfir mest lesnu bloggara mbl.is, í mikilli geðshræringu svimaði mig yfir eigin snilld og færni minni til að vekja eftirtekt með þessu magnaða tæki sem bloggið er, hvað væri í vændum núna?  Fer síminn að hringja? Verð ég bráðum ráðinn sem sérfræðingur í einhvern útvarpsþáttinn? Fer fólk að vitna í mig í fjölmiðlum? Af hverju er þessi að stara svona á mig? Ég skimað eftirvæntinag fullur yfir Moggann og beið eftir að sjá "kvót" í mig á forsíðunni.....

Var ég orðinn stjörnubloggari?

IP-tölurnar hrönnuðust upp og mikið var um comment, á timabili rifust tveir vinir mínir sem eru nú frekar mikið til hægri og vinstri við mig nokkuð lengi við stjúpmóður mína sem er nú þegar allt kemur til alls minn dyggasti lesandi auk bróður míns yndislegs, bloggið mitt var orðið lifandi og á tímabili óttaðist ég jafnvel að það myndi taka yfir líf mitt með kostum þess og göllum að verða þjóðkunn persóna.

En ótti minn og tilhlökkun reyndust óþarfar, tilfinningar sem blönduðust þarna saman á undarlegann hátt, ég var varla búinn að sýna konunni hróðugur nafnið mitt á vinsæl blogg listanum á mbl.is og dást að þessari nýuppgötvuðu snilld minn þegar (ó)gæfan dundi yfir. Tölurnar tóku að hrynja dag frá degi, varla kom eitt einasta comment á tuðið, var ég að gleymast? Höfðu orð mín eftir allt samann ekki skapað mér áheyrn meðal snillinga þessa lands? Kvíðinn gróf um sig og varla kom færsla af viti frá mér, var ég búinn að missa það sem þurfti?

Og nú þegar þetta er skrifað hafa heilir 17 skoðað bloggið mitt í dag, flesta gæti ég eflaust nafgreint hér og nú, og þögnin ríkir á síðunni minni. Mikið er það óþægileg þögn þegar maður er nýuppgötvaður snilingur.....og þá kom allt í einu hugsun í kollinn á mér.......

Mér er sama hver les mig, ég er ekki blogg en ég aftur á móti pabbi, sonur, frændi, bróðir, kokkur, vinur og síðast en ekki síst ástmaður yndislegrar konu sem skoðar þetta rugl mitt endrum og eins og finnst það bara sætt held ég, ef þú ert ekki vinur minn eða fjölskyldumeðlimur og ert að lesa þetta þá er ég ekkert að vera þér vanþakklátur eða með hroka, þakka þér fyrri innlitið og eigðu góðann dag........timburmönnum og tilheyrandi kvíða ofurbloggarans Gústa er senn að ljúka og í blálokin opnuðust augu mín fyrri því að það þurfa margir að lesa þetta blogg svo ég taki það framyfir að Kári bróðir lesi það og heyri hugrennigar stóra bróður.....svakalega margir.

Minn tími leið hjá en svo fór ég að hugsa, hvaða máli skiptir bloggið mig? Er ég ekki bara að tuða?

Takk fyrir mig.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband