Færsluflokkur: Bloggar
28.6.2009 | 00:33
Glæsilegt strákar
Nú er ég það heppinn að þekkja báða þessa drengi og mikið er þetta flott hjá þeim.
Glæsislegt framtak til styrktar góðs málefnis.
![]() |
Settu Íslandsmet í Esjugöngu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.6.2009 | 12:00
Vandræðalegt...
Mikið er þetta vandræðaleg frét, sérstaklega er nú fínt að setja mynd af Íslraelanum og Ítalanum á myndina, það gefur svona ekstra bit.
Mér virðist eina þjóðin þarna sem getur gagnrýnt aðrar þjóðir fyrir meðferða á þegnum sínum vera Canada, hinar hafa llar á einhverjum tímapunkti og það reyndar í náinni fortíð þannig séð beitt eigin þegna blekkingum og ofbeldi, auk þess að vera aðilar að þvílíkum ofbeldisverkum ef við tölum bara um Ísrael og Ítalíu.
Held það færi okkur bet að láta Íran í friði, og sérstaklega eiga G8 með sín huldu raunverulegu mótíf að láta kjurrt, þessi lönd hafa leynt og ljóst skipulagt innrás í landið síðustu árin og virðast ætla að nýta sér nýtilkominn óstöðugleika í stjórnmálum þar til að auka þrysting á klerkastjórnina.
Það er ekkert langt síðan USA gaf út að samskipti yrðu þá aðeins hafin við Íran ef "þeirra maður " yrði kosinn forseti.....þetta var svo undirstrikað af UN, það vill svo skemmtilega til að þessi einstaklingur er eini Írani sögunnar til að vera með á svokölluðum Bilderberg fundi árið áður, fundi þarsem ríkir og valdamiklir menn ákveða hvernig heimurinn á að vera.
Ég styð mótmælendur heils hugar enda einn slíkur sjálfur, en við verðum að leyfa þjóðum að móta sín mál sjálf, jafnvel þó það gerist með blóði og baráttu, einsog tilfellið er með USA, Ísrael, Japan, Rússland, Ítalíu og í raun alla aðila G8 nema fyrrnefnt Canada. Öll hafa þessi stjórnvöld drepið eigin þegna og pyntað í þágu ríkissins.
Og nú Íran.
![]() |
Ofbeldinu verður að linna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.6.2009 | 12:59
Svona má hugsa líka...
Þetta er ferskur andblær í þessa annars ógeðslega leiðinlegu JÁ/NEI umræðu sem er að kljúfa þjóðina niður í fylkingar, afhverju ekki að hugsa þetta svona?
Mér þykir þetta bjartsýn og fín hugmynd, reyndar með fyrirvara um enn meiri þennsluáhrif og verðbólgu sem þessu myndi fylgja, þá get ég ekki annað en hugsað hví ekki?
Svo er það líka Gullskipið á Sprengisandi, við getum notað það til að borga Hollendingum, þeir áttu það líka einu sinni.
![]() |
Borgum Icesave með rafmagni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.6.2009 | 12:07
Hitchcock gerði The Birds
Mikið er þetta spúkí, en neysla okkar og sóun hefur skapað mikið ójafnvægi og á meðan sumum dýrum stafar útrýmingarhætta af lifnaðarháttum okkar þá eru aðrar lífverur sem sjá sér leik á borði.
Þetta er ekki síður sjáanlegt hér í Reykjavík það sem mávar leyta sér að góðgæti í samlokubréfum í miðbænum og rottur verða tíðari og tíðari.
Skrítinn heimur.
![]() |
Mávar ógna hvölum við Argentínu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.6.2009 | 11:07
Ábyrgð og fullvissa...
Jæja krakkar mínir og hvað er svo planið ef við segjum NEI?
Mér finnst undarlegt hvað NEI-arar eru 100% vissir í sinni sök, hef persónulega vonda reynslu af að vera svona viss um að hafa rétt fyrir mér....stoppar mig samt ekki í því að blogga um þetta.
Og hvað á það að gagnast einhverjum að ræða Icesave við Sjálfstæðismenn? Nema maður sé svo vel settur að vera vinur Kjartans G eða einhverra þeirra sjálfstæðismanna sem stofnuðu til þessara reikninga, þeirra sem raunverulega stofnuðu til þessara vandræða þjóðarinnar.
Já alþjóðasamfélagið hótaði okkur, já hryðjuverkalögin eru ósanngjörn og við höfum lítið í þessi mál að gera svona hreint diplómatískt séð, þeir höfðu allt með sér, Arbísk og Rússnesk nöfn tengd bönkunum og gríðarlega hættu sem skapaðist fyrir þegna þeirra eiginn landa. Hollendingar og Bretar eru gamla rótgrónar og afar valdamiklar nýlenduþjóðir sem hafa beygt stærri þjóðir en Ísland til hlýðni, auk þess irtust þeir fá samhljóm og stuðning allflestra ríkja heims til að knýja á um lausn í þessu subbulega máli.
Hafið þið velt fyrir ykkur að það verður að mínu viti afskaplega lítill munur á Íslandi sem borgar og Íslandi sem ekki borgar? Aðstaða okkar verður erfið á hvorn veginn sem farið verður, ég persónulega mun una hvoru heldur sem er, þó mig gruni að það sé betra fyrir hag okkar að borga.
Já fullir kallar og kellingar hafa talið einhverjum trú um að þeir séu sendiboðar sannleikans á Hótel Sögu einsog Amma kallar stöðina.....og nú síðast Jón Baldvin með sína skeleggu vestfirsku rödd.
Það er rosa auðvelt að vera með stórar fullyrðingar byggðar á okkar takmörkuðu upplýsingum og óvissu um framvindu mála í sölu eigna og innheimtu lána, þær fullyrðingar og meintur illvilji og ráðabrugg ríkisstjórnarinnar munu þá aðeins koma í ljós í tímans tönn.
Ég fyrir mitt leyti vel að trúa á að stjórnin sem við sitjum uppi með nú sé sú skásta í stöðunni, nema ef ske kynni að Borgarahreyfinginn hefði komið að henni líka og getað stutt við hinar raunverulegu siðabætur.
Við skulum ekki liggja þessari ríkisstjórn á hálsi fyrir að reyna af vanmætti að eiga við tröllvaxið vandamál, vandamál sem á sér varla fordæmi í sögu jarðar, ekki allaveganna nema að vera með einhverjar vitrænar lausnir aðrar en "við borgum ekki" og "drögum þá fyrir dóm" sú leið ar könnuð og þótti ekki vænleg til árangurs.
Höfundur færslunnar er ekki landráðamaður, né hef ég áhuga á að ganga í ESB, mig langar bara að börnin mín komit í mannsæmandi skóla og búi í aðeins sanngjarnara landi en ég ólst uppí. er enginn að taka eftir að Ríkisstjórnin virðist vera að fara aðra leið í niðurskurði en aðrar þjóðir í svipaðri stöðu gagnvart AGS hafa verið neyddar í umsvif- og undantekningalaust, leið sem innifelur að skera niður óþarf í utsnríkispólitík og varnarmálastofnun ádsamt fleiru, það mun vissulega bitna á okkur öllum en einkavæðing alls velferðarkerfisins hefur verið reglan í þessum atvikum áður og ég sé vonarglætu þar. Þó get ég ekki annað en fengið smá grun um að það hafi eitthvað með málið að gera að við erum hvít og rík......
Góðar stundir..
Góðar
![]() |
Kannað var hver gæti úrskurðað í Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.6.2009 | 17:58
Júlíus Cesar Alþýðumaður
Það kraumar í mér einhver skratti við að heyra Júlíus Vífil tala um "Alþýðuhús" sem sé fyrir alla landsmenn, hann einhvernveginn nær ekki að verða "Alþýðlegur" í mínu augum þrátt fyrir að hafa greinilega fengið góð ráð hjá einhverri Auglýsingastofunni eða ýmindarþjónustu.
Þetta drasl ætti mínum huga að standa þarna óhreift í áratugi og grotna niður okkur til áminningar um galgopahátt manna einsog Júlíusar og vina hanns, manna sem við öll eltum fyrir björg alþýðan í algjörri blindni og trú á glópagull. KAnnski er hægt að selja það sem sviðsmynd í bíómyndir í anda Mad MAx eða slíkt....ða eitthvað grand scale demolition atriði í næstu James Bond.
Og svo kemur hann með snyrtileg skot á mennamálaráðherra í leiðinni um listaháskólann okkar sem stóð til að byggja, svona plön verðum við að ná að leggja á hilluna í bili og einbeita okkur að innviðum heilbrigðis og menntamál á sem ódýrastann hátt og svo þarf sérstaklega að auka hæfni okkar til matvælaframleiðslu svo við getum að mestu orðið sjálfbær þegar erfiðir tímar dynja yfir okkur.
Listaháskólanum má finna pláss um allan bæ þarsem nóg er af auðu húsnæði, þannig held ég líka persónulega að sem mest fjölbreytni komi fram með mismunandi aðbúnaði og áherslum, þar má nefna Kaaber húsið, kartöflugeymslur, Héðinshúsið, Landsbankahúsið, Miðbæjarskóli og svo mætti lengi telja...lykilorðið þar ætti kanski að vera nýtni og fjölbreytni frekar en gæði og glæsileiki.
Gaman er að heyra þessa hressu sjómenn tala um fangelsi í ráðstefnuhúsinu, en þar vil ég persónulega nýta höfuðstöðvar Glitnis/Íslandsanka við kirkjusand sem betur munu hent undir fangelsi, með varðturni og allt hvaðeina, fyrir utana ð nýta má strætósvæðið til útivistar og viðhalds fyrir reykjavíkrborg.
En Sjálfstæðismenn og Alþýðuhús? eee Nei takk..
![]() |
Alþýðuhöllin við höfnina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.6.2009 | 12:39
Þetta er bara fyndin lesning...
Veita góða þjónustu er ofsalega frábært hugtak í þessu samhengi, er það ekki þannig að 90% viðskiptavina dæla sjálfir og stór hluti notar rafrænar greiðslur við dæluna? Það skilur eftir pulsugerð og sjoppuafgreiðslu í sjoppunni og einstak olíu og rúðupissbrúsa.
Og tekur á sig tímabundið er alveg hlægilegt nokkrum vikum eftir að olíufélögin hækkuðu of snemma og innheimtu skatta sem ekki var búið að leggja á.
Já og að hið opinbera sé ósanngjarnt við olíufélögin er bara einsog músík í mínum eyrum, við höfum nú séð hvernig eigendur olíufélaga giftir forseta alþingis og jafnvel í öðru tilfelli þingmaður og verðandi formaður Sjálfstæðisflokksins eigandi annars hafa farið með samráð og spillingu gegn svietarfélögum, ríki og almenningi í þessu landi og í rauninni féflett okkur öll, einmitt með svona hækkunum sem "allir" áttu að taka þátt í og svo með endalausri tilvitnun í birgðastöðu.
Birgðastaðan var svo alltaf einhvernveginn þannig að það þurfti að hækka, þeir virtust alltaf hafa keypt á hæsta mögulega verði en aldrei þegar heimsmarkaðsverð lækkaði.
Nú eru Olís vandræðalegir að reyna þetta einir og líta afar illa út.
![]() |
Olís lækkar lítrann aftur um 12,50 kr. |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.6.2009 | 16:40
Mótmæli, tuð og annað röfl
Okkur íslendingum er að takast að breyta merkingu mótmæla niður í almennt tuð og röfl um allt og ekkert, það vottast hérmeð af samtökum eldri borgara en eldri borgarar hafa jafnan staðið manna fremstir í tuði og þar var hann afi minn með mörg íslandsmet.
Það vakir ekkert fyrir mér að gera lítið úr lélegum kjörum eldri borgara né öryrkja en mig langar bara að benda fóki á að ríkisstjórnin okkar er að ná að gera niðurskurðinn hér á landi þannig að hann bitni sem minnst á sjúkrakerfinu og menntakerfinu, leið sem lönd í okkar stöðu undir árvökulu augliti AGS hafa aldrei fengið að reyna, heilbrigðiskerfi þjóða sem hafa lent í okkar stöðu hefur almennt verið einkavætt grimmilega með þeim afleiðingum að minnihlutahópar sem þessir hafa haft afar bágann aðgang að því og þar er greipt í huga mér mynd af aðstandendum á Filippeysku sjúkrahúsi sem stóðu allann sólahringinn og handdældu lofti í aldraða móður sína.
Það er eitthvað sem ég persónulega vill ekki sjá hér og finnst athyglisvert að stjórnvöld hér séu að fara aðra leið en áður hefur veri farin.
Þeim er ekkert alls varnað og þykir mér fólk full fljótt til með óvægna gagnrýni gegn stjórnarflokkunum í þessum málum, og mikið var það góð lesning svar Ögmundar Jónassonar ráðherra til Þorsteins Pálssnar í Fréttablaðinu í dag, þar sem hann bendir á að það sé ekki endilega styrkleikamerki að allir tali alltaf hreint einum rómi í stjórnmálflokkum og ríkisstjórn, við erum vist af því við efumst sagði einhverntímann einhver spekingurinn.
En bréf og yfirlýsingar eru afar máttlaus mótmæli, meira svona tuð.
Og til þeirra sem segja að Ísland sé að verða sovétríkin undir VG. Voru það VG sem komu okur í þessa stöðu? Eru þeir búnir að bíða eftir þessu tækifæri til að verða óvinsælir stjórnmálamenn og ríkisvæða hér allt saman? Halda menn að Steingrími, Ögmndi og félögum sé einhver hlátur í huga?
Eða vita þeir einsog ég að þeir eru að stjórna á þannig tímum að þð mun jafnvel kosta þá sem stjórnmálamenn og flokkinn þeirra áralangar óvinsældir og mikið af óvæginni gagnrýni?
![]() |
Eldri borgarar mótmæla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.6.2009 | 22:28
Glæsilegir Spánverjar
15 sigrar í röð í alþjóðaboltanum er mikið afrek, þetta lið er einhvernveginn í fullkomnu jafnvægi og hefur þess aliðsheild sem tók Spánverja öll þessi ár að ná loks fram þrátt fyrir að hafa oft á tíðum hrikalega góðann mannskap. Sá mannskapur brotnaði iðulega er á stórmót var komið.
Nú eru breyttir tímar, Landsliðið dregur vagninn og Barcelona fylgdi í kjölfarið, Xavi og Iniesta voru fyrir tæpum 2 árum taldir of litlir og léttvægir til að geta stjórna miðjuspilinu og þótti það helsti veikleiki þeirra fyrur evrópumótið í fyrra, Iniesta sérstaklega þótti ekki merkilegur pappír fullfölur af spánverja að vera og veiklulegur, í dag myndi ég telja hann einn allrabesta leikmann heims.
Gleðilegt er að eiga nokkra Púllara í þessu liði í Reina, Arbeloa, Alonso, Riera og svo ekki sé talað um gulldrenginn Torres, bjart er framundann hjá mínum mönnum í Liverpool sem einmitt einsog Spánn hafa gengið í gegnum mikla eyðimerkurgöngu síðustu 20 ár með nokkrum undantekningum, ekki það að flest lið væru nú alveg glöð með nokkra bikara, einn evróputitil félagsliða og einn avintýralegann Meistardeildarsigur en krafan á Anfield er nú einf0ld og hljóðar uppá að vinna deildina.
Með fyrrnefnda evrópumeistara vorum "við" nálægt því í vetur og með smá viðbót og í ljósi blóðtöku MU-ara uppá síðkastið gæti næsta tímabil orðið svakalega spennandi ekki síst þarsem menn veðra betur hvíldir eftir þetta sumar, Arsenal geta jú bætt sig og MAnchester verða alveg samkeppnishæfir en Chelsea verða lélegri en nokkru sinni fyrr undir Ancelotti Því lofa ég ykkur og þá lásuð þið það fyrst hér, hann verður rekinn fyrir áramót.
Ef við getum á einhvern hátt tryggt okkur Villa þá vona ég það innilega því að með Villa og Torres samann er ég nokkuð viss um að titillinn vinnst, en því miður held ég að hann reynist full dýr fyrir mína menn, Silva aftur á móti vill ég helst ekki sjá, hann hefur lítið í Ensku deildina að gera.
Aðrir á óskalistanum mínum eru Loric Cana, Mohammed Yattara, Brede Hangeland og Micha Richards. Og Markus Berg úr 21 árs landsliði Svía er valkosturinn við Villa ef villa er of dýr, Berg er að slá í gegn á u-21 árs mótinu um þessar mundir.
Ef af stórútsölu Real Madrid verður þá væri líka fínt að kaupa Huntelaar, Van der Vart eða Sneijder.
En það eru enn 2 mánuðir í mót og konan var að finna Liverpool fánann minn, við erum að flytja og kannski fær hann verðugri stall á nyju heimili, það væri nú sætt af henni.
![]() |
Spánverjar á sigurbraut |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.6.2009 | 22:08
Hann minnir á Nixon, kann þetta kallinn
I am no crook sagði Nixon kallinn, og endaði á að viðurkenna í sjónvarpi að hann hefði meðvitað brotið lög og teldi sig ekki eiga að svara fyrir það, sem reyndist svo raunin.
Gunnar er gerður úr einhverju öðru en gerist og gengur, hann er eitilharður og bliknar aldrei, allt eru þetta ofsóknir kommúnista og tittlingaskítur sem verið er að klína á hann. Hann virkar alltaf einsog granít á mig, graníttröll sme steingervðist í upphafi tímanns og gengur enn meðal okkar dauðlegra, dæsandi stynjandi og algjörlega krefst þess að fá sitt fram. Þannig fór hann nokkuð vel í gegnum viðtal við Helga Seljan um daginn þarsem Helgi rrembdist þartil hann var orðinn rauður í framann við að klína á hann skítnum, kannski það þurfi Hemma Gunn eða einhvern hressann einsog reyndist tilfellið með Nixon sjálfann sem var óvænt afhjúpaður af glaumgosa sem allra jafna slúðaði um fræga og fallega fólkið, eða kannski Auddi væri fínn.
Nú er kópavogur ekki minn heimabær svo ég vill ekkert vera að skipta mér mikið af því hvernig hlutirnir eru gerðir þar, ef siðleysi er það almenn þar að menn vilja ekki fara að landslögum og þykir það smámunir, já og þeir vilja líka hafa sérlög um strippstaði þá er það mikið til þeirra mál.
En mikið þykir mér skrítin þessi þrákelkni að vilja halda völdum og sitja sem fastast þrátt fyrir augljósann skaða sem maðurinn er að valda bænum og íbúum hanns, bæði hvað varðar orðspor bæjarins og fjárhag bæjarbúa beint.
Lengi hafa gárungarnir sagt að það sé gott að ljúga í kópavogi og það er ekki einsog þessi mál séu að koma upp í fyrsta sinn, það fer að læðast að manni að Gunnar hafi einhvern ansann uppí erminni á sér sem gerir hann ósnertanlegann innann flokksins, nokkuð ljóst er að hann er það í Kópavogi.
Verði ykkur að góðu Kópavogsbúar.
![]() |
Sjóðsbjörgun kærunnar virði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)