Færsluflokkur: Bloggar
19.6.2009 | 12:06
Orð gerð máttlaus
Eiithvað finnst mér það fulldramatískt að kalla þetta styrjöld, meira svona lúksusvandamál, það er svosem óþarfi og leiðinlegt að keyrt sé á hunda. En styrjöld er þtta nú ekki.
Hér eru nokkur orð sem verið er að gera merkingarlaus.
Styrjöld=Rifrildi um tittlingaskít
Þunglyndi=Leti
Meðvirkni=samúð og náungakærleikur
Landráð=vanmáttugar stjórnunaraðferðir í hörmulegu ástandi
Skjaldborg= spilaborg/tjaldborg
Velta steinum= yfir á skattborgarana
Upplýsingamiðlun=alltaf talað um það eftirá sem betur hefði mátt fara
Æfa sig í PES= væl í Árna vini mínum
![]() |
Styrjöld á Geirsnefi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.6.2009 | 09:07
Ég vona nú að þetta dugi
Mikið óska ég að þetta muni duga, eru þetta ekki góðar fréttir? Mér þykir allaveganna lofandi að planið sé að halda úti velferðarkerfinu, sjálfur er ég nýkominn úr aðgerð og óska öllum að eiga þess kost að komast í viðeigandi læknismeðferð. Ég gat ekki annað en hugsa með sjálfum mér að heppinn væri ég að komast að áður en niðurskurðurinn hæfist fyrir alvöru.
Við þurfum ekkert að ætla þeim allt vont í stjórnarráðinu, og hrósa má þegar vel er gert, tíminn mun svo bara dæma um hvort rétt sé á málum tekið, Tryggvi var nú ekki það fullur velgengni með fyrrri ríkisstjórn í efnahagsmálum að honum sé stætt að gagnrýna er það?
Þó að stjórnin sýni enga snilldarilburði í Icesave deilunni og fari heldur óðslega og hreinlega nýti sér ástandið hvað varðar ESB-málin á er þeim nú ekki alls varnað.
![]() |
Vildu meiri niðurskurð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.6.2009 | 08:58
Hann verður máttugur í útlegð
Khameinei mun skapa skrímsli með skrifstofu í London ef hann rekur Mousavi úr landi, það mun valda honum miklum vanda í alþjóðlegu samhengi að gera fræðimann og svo visælann leiðtoga að fórnarlambi og þjóðhetju.
En aftur og aftur, mikið er þessi skyndilegi áhugi á lýðræði í Íran skrítinn, ég fæ svona á tilfinninguna að það sé búið að ákveða innrás, vinveittra þjóða.
Kannski fyrsta innrásin sem mun byggja á því einu saman að innleiða "lýðræði" okkar vesturlandabúa.
![]() |
Þarf að sætta sig við úrslitin eða fara í útlegð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.6.2009 | 08:53
Viðrar vel til loftárása?
Það viðrar semsagt vel til loftárása í Sandgerði, er það bara ég eða eru menn óheppnari en gengur og gerist í Sandgerði?
Reydar Guðs mildi að ekki fór verr.
![]() |
Furðuhlutur féll af himni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.6.2009 | 03:31
Steinarnir rúlla niður hlíðina, það gerir skíturinn líka
Langar bara að nefna það að ég hef heyrt þetta um upplýsingagjöfina áður og "veltum steinum" er nú bara að verða rosa þreytt slagorð.
Steinarnir velta nefnilega niðurávið og enda á baki þjóðarinnar, baki sem fyrir er sligað af verðtryggingu og skuldsetningu, það gerir skíturinn líka.
Og jú Steingrímur vissulega hafa þjóðir farið á hliðina áður undann byrgðum sem IMF hefur lagt á þær, Argentína, Bólivía og Filippseyjar eru þar fremstar í flokki, þar var allt einkavætt og eru menn með einhver vilyrði fyrir að IMF sé með einhverja sérmeðferð fyrir Ísland, ég held ekki.
![]() |
Enginn sýnt fram á að samningurinn stofni Íslandi í hættu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.6.2009 | 03:23
Namminamm
Ég verð nú að segja að ég borða alltof mikið af nammi.
En samt hugnast mér þessi skattur bara vel, ódyrt bragðlaust drasl með sykri er alltof algengt hvort eð er á mínu heimili, í því verð ég að gera eitthvað, tel nú ekki að þesi skattar hafi þar úrslitavald en þeir hjálpa allaveganna.
Ég tel þetta bara besta mál, það er ekki verið að banna neitt en verið að leggja aukagjald á vöru sem veldur heilbrigðisvandamálum með offitu og tannskemmdum svo eitthvað sé nefnt.
Þetta er persónuleg árás á neyslu mína en ég er ekkert sár, ég virði ekki svo mikið rétt minn til að háma í mig nammi, ódýrt nammi það er að segja.
![]() |
Skattur á kex og gos í 24,5% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.6.2009 | 03:17
Ég er skríll, rykugur og allur í leðju
Rifjar upp liðinn vetur þarsem ég og fleiri sem stóðum á Austurvelli örlagaríka daga í vetur og uppskárum nafnbótina Skríll frá hátt settum herrum þjóðarinnar og öðrum dómurum.
Mótmælendur í Íran virðast ekkert mikið öðruvísi en við hér heima þarsem þeir fagna þessum orðum og gera þau að sínum og þannig verða þau svo máttlaus.
Margt annað var maður kallaður einsog kommúnistadrullusokkur, ofbeldismaður og VG flugumaður þó ég hafi nú aldrei kosið VG.
En nú ber svo við að ummæli Ahmadinejads þykja nokkuð harkaleg og aðgerðir stjórnvalda hanns eru kallaðar af vestrænum siðapostulum ofbeldi gegn borgurum Íran, það er spunnið og spunnið því að USA og NATO hugnast þessi maður ekki, og þá verða hanns aðferðir fordæmdar, aðferðir sem eiga svo margt sameiginlegt með aðferðum flestra ríkja heims þegar kemur að mótmælum í eigin landi.
Bretar drápu mótmælenda í London í vetur, í Grikklandi var barn drepið og víða um heim er sagann ekkert öðruvísi en í Íran, mótmæli blökkumanna og friðarsinna í USA voru frá 1950 til rúmlega 1970 ofbeldifullar ofsóknir og þar létu margir lífið við öfgafullar aðstæður og fyrir hendi smaborgara sinna. Þetta á líka við hér á Íslandi þarsem fólk hefur verið seinþreytt til vandræða og þá sjaldan við höfum mótmælt Sjálfstæðisflokknum og hanns fylgdarsveinum þá höfum við uppskorið kylfur og ofbeldi frá Lögreglunni hér í landi, 30 Mars 1949, Vernharður Linnet og Hipparnir ´68, allir sem mótmæltu kárhnjúkavirkjun og mótmælndur í byltingunni í vetur, sjálfur greip ég í kylfu lögreglumanns og bakkaði rólegur talandi hægt til hanns, slakaðu á ég er til friðs, ég er að víkja, það gerðist þegar bíll forsætisráðherra var umkringdur. Ég sá lögreglumann handleggsbrjóta mann sem stóð kyrr og var ekki með neina ógnandi tilburði og ég stöðvaði lögreglumann við að hrinda gamalli konu í Alþingisgarðinum, ég sá og upplifði margt undarlegt sem ég taldi að ég ætti ekki eftir að upplifa og að kvöldi miðvikudagsins sat ég og las í bókinni 30 mars 1949 og velti fyrir mér, á þeta eftir að fara útí þetta? Nei svaraði ég sjálfum mér, en rúmlega klukkutíma seinna var ég að hlaupa útúr táragasskýi meðmekaníska rödd lögregluþjóns ómandi í eyrunum, óskiljanleg fyrirmæl drukknuðu í reyknum og allstaðar var fólk á hlaupum. Ég hafði enn einu sinni á ævi minni rangt fyrir mér, þó að það hafi nú alls ekki verið versta tilfinningin.
Að vakna daginn eftir sakaður um ofbeldi gegn lögreglunni, sakaður um grjótkast og að hafa tekið þátt í "skrílslátunum" var þungt, hvað yrðu næstu skref? Hvernig myndi þetta þróast? Ég var orðinn soldið hræddur, orð afa minns sem hafði dáið nokkrum vikum fyrr, dáið hræddur um að hafa rétt fyrir sér að "byltinginn kæmi og byltingin yrði blóðug" einsog hann hafði varað mig við árum samann. En þróun fimmtudagsins átti eftir að koma mér og öðrum á óvart, til sögunnar kom litur sem táknaði ofbeldislaus mótmæli og sameinaði okkur á Austurvelli, litur sem víða er notaður af andlegum og friðarinns mönnum, andlegur litur endurholdgunar og friðar. Seinna um kvöldið hafði skríllinn leyst lögregluna af hólmi við Alþingi, ofbeldið var leyst upp og við mótmælendu og lögregla ræddum málin í léttum dúr.
Þeim forsætisráðherra og dómsmálaráðherr hanns þótti við vera skríll, varaforkonan hafði áhyggjur "af að mótmæli snérust uppí andhverfu síns", það er ég enn að reyna að fatta, enda snjöll kona sem hafði tekið hundruð milljóna lán til að kaupa í banka og er jú síðast þegar ég gáði enn varaformaður flokksins, öll útötuð í ryki og leðju.
Það er svo undarleg þráhyggja að sjá flísina í auga annara en ekki sinn eiginn bjálka, það þykir mér vestrænu veldin enn gera tilraun til og ef mótmæli borgara Íran verða trufluð með innrás og þeirra eigin lýðræðisbarátta fær hina fáránlegu ´"flýtimeðferð" Bandaríkjamanna, þá erum við svo sannarlega sorgleg vesturveldin, sem nú sem aldrei fyrr hafa rústað eigin hag með þessari kreppu og hruni eigin hugmyndafræði á veraldlega sviðinu. Leyfum öðrum að taka út sinn lýðræðislega þroska á sinn hátt, það er ekki einsog okkar sé neitt fullkominn þó að í grunninn sé hann ágætur að mörgu leyti þá þarf ekkert að vera að hann henti öllum. Okkar eigin saga er nú enginn þúsund ára saga um rósemi og lýðræði, þar eru að baki margar styrjaldir og mikið blóð. Baráttusöngvar og mótmæli, alveg hellingur af mótmælum, friðsamlegum einsog í Úkraínu og svo ekki svo friðsömum einsog í Írlandi. Tilraunin til að ata okkur sem mótmælum aur er ekkert ný af nálinni.
Svona taktík hefur lítið að segja gegn alvöru mótmælum, kannski eru einhverjir sitjandi heima hjá sér í úthverfum eða þorpum landsins sem enn trúa því óttaslegnir að þetta hafi verið viðbjóður allt saman og glæpalýður sem við vorum kölluð, en þeir um það, ég get alveg verið rykugur skríll í smá tíma og þannig séð alla ævi, ég hef verið varaður við að skrifa um þessa hluti og alla aðra hluti sem varða hrunið og ástandið í þjóðfélaginu, varaður við að segja hug minn því að það gæti kostað mig vinnuna og æruna, "Þeir" hafa nefnilega svo mikil völd. Afi minn var slíkur kommi sem ekki komst lönd né strönd sökum skoðanna sinna og var meira að segja læstur inni 30 mars 1949, sem hefði ekki verið neinar fréttir ef það hefði ekki verið fyrir lætin og auk þess var hann lögga.
Við því er mitt svar, nei takk, ég kýs aðlifa í landi þarsem ég má segja hug minn, ég kýs að lifa þarsem mér og börnunum mínum er frjálst að mótmæla, kjósa og tjá okkur einsog okkur sýnist svo lengi sem við meiðum engann, ef einhver les það sem ég skrifa og ákveður fyrir vikið að setja stein í götu mína eða á einhvern hátt að gera mér lífið leytt þá hann um það, ég mun svara fyrir mig en ekki meir, ég er nefnilega skríll.
![]() |
Fékk leðju og ryk í andlitið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.6.2009 | 16:54
R-E-S-P-E-C-T
Moki hefur vakið þjóðina vel upp á þjóðhátíðardaginn, það er augljóst á fréttum og bloggi.
Hef nú skrifað mig nokkuð saddann um þetta en langar að tengja þetta við músík einhverra hluta vegna. Finnst vanta rythman í þetta hjá mér.
Hér eru Aretha og Sammy Davies Jnr að syngja um virðingu
http://www.youtube.com/watch?v=YKn-E15g22o
og svo er sungið um húsið okkar.
http://www.youtube.com/watch?v=KwIe_sjKeAY
Vona að fyrrverandi réttmætur eigandi hússins(ég kalla hann bara Moka) hafi það sem allra best í dag og allt hanns fólk, takk fyrir að senda út smá "farið allir í rassgat", það er soldið svalandi á þessum síðustu og verstu.
Já það er voða óþægilegt þegar kreppan kemur í úthverfin þarsem allt á að leika í lyndi svo ekki sé talað um beint fyrir framann forsetann á meðann Fálkaorðum er úthlutað, hvenær fær Moki fálka orðu?
![]() |
Þjóðfundur við Hólmatún |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.6.2009 | 07:09
Við erum orðin of góð fyrir landsins gæði
Þetta er vissulega vandræðalegt, það vill enginn vinna við fiskvilnnslu í landi þarsem langstærsta tekjulindin er einmitt fiskvinnsla og sala sjávarafurða.
Þetta hefur verið svona lengi og helst mikið í hendur með síhækkandi menntunarstigi þjóðarinnar, en nú kemur þetta vandræðalega út þarsem erfitt erað manna 4rar stöður þarsem 80 eru atvinnulausnir.
Ég er reyndar sjálfur kominn með snertiofnæmi fyrir fisk eftir 20 ár í eldhúsinu þannig að ég er löglega afsakaður enda held ég að enginn vilji mann í fiskvinnslu með opin sár í lófunum, þannig að ég er löglega afsakaður. Er það ekki?
Svo á ég ekket hús, gamlan steisjónbíl og er með vinnu. Þarsem ég reyndar oft elda fisk.
![]() |
Barningur að fá fólk til fiskvinnslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
17.6.2009 | 22:36
Nýr Ólafur Elíasson?
Þetta er bæði í senn einn flottasti gjörningur seinni ára á Íslandi og glæsilegasta innsetning, mig langar rosa mikið í mynd af þessu með Bessastaði í bakgrunn.
Það er eitthvað yndislega ljóðrænt við þetta, kalt stál og spýtnabrak gagnslaust öllum eftir hörmungar sem náðu hámarki í dag, gerandi dagsins í dag er nú samt manna saklausastur ef þið spyrjið mig og yfirvöld vilja greinilega hriensa þetta burt sem fyrst, ég segi látum draslið standa!
Þetta eru menningarleg og söguleg listræn verðmæti.
Antrópólógísk list.
Svo geta menn deilt um hvort vekur hjá þeim meiri kenndir eða tilfinningar.
![]() |
Bankinn fékk ekki lyklana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 18.6.2009 kl. 09:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)