Færsluflokkur: Bloggar
17.6.2009 | 17:33
Athyglisverð yfirlýsing...
Virkilega skemmtileg útfærsla á lausn vandans, þetta fer í sögubækurnar og er kannski upphafið á einhverju nýju.
Já ég veit þetta virkar klikkað og órökrétt en það er samt einhver þráður af snilld í þessu sem heillar mig, ég meina ef þetta er hús og bíll á myntkörfulanum sem bankarnir hvöttu manninn til að taka afhverju ættu bankarnir þá að fá húsið og bílinn tilbaka?
Bankarnir, stjórnmálamennirnir þeirra og eigendur beggja komast upp með að skella skuldunum frá sukkævintýri sínu í útlöndum yfir okkur þegnana en hér heima er fólk svo í fullum ábrygðum fyrir heimskuleg erlend lán sem þjónustufulltrúarnir mæltu grimmt með, eitthvað segir mér að fók muni ekki kyngja þvi möglunarlaust, allaveganna ekki þessi herramaður.....og vikur fyrir hrun felldu kóngarnir niður láninn sín og fangu sér svo vasapening inní kreppuna, skattfrjálst úr einhverju lífeyrissjóðasvindli.
![]() |
Eyðilagði íbúðarhúsið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
16.6.2009 | 22:37
Lög alþingismanna?
Afhverju er fólk að fjargviðarast yfir að farið sé að fundarsköpum á Alþingi? Og það eru ekki rök á Alþingi að einhver hafi mátt eitthvað einhverntímann, það er barnalegt.
Sigmundur Davíð var í alvöru að lesa uppúr Fréttablaðinu í ræðustól, og það í dagskrárlið sem heitir fundarstjórn forseta, þá nottla ber forseta að stjórna fundinum og þagga niður í þessu gasprara og fulltrúa fasteignasala, bílasala og myntkörfulánþega þessa lands.
Sigmundur getur svo bara lesið úr blaðinu á kaffistofunni og tuðað eitthvað heima hjá sér einsog við hin sem ekkert höfum um málin að segja.
Þetta verður eitt mesta baráttumál sem framsókn hefur staðið í í mörg ár og nú gleðst ég persónulega á meðan öll þeirra orka fer í að mótmæla þessu svkalega óréttlæti.
Gamli þáttarstjórnandinn ætti bara að fá útsendingarsleða til að lækka í ræðumönnum, svona einsog í gamla daga þega hún var skífuþeytir og útvarpskona.
Grienilegt að Sigmundarspangól(ámáttlegt ýlfur) er ekki óskalög Forseta Alþingis.
![]() |
Óásættanleg framkoma forsetans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.6.2009 | 11:39
Ríkið, gott báðum meginn....
Nú eru menn bara að velta fyrir sér hvoru meginn súkkulaðið er, skattameginn eða innheimtumeginn.
Mér sýnist ríkið muni ná meiru skattameginn, en þvílíkt sem þetta er siðlaust að 2 vikum fyrir hrun breyta kóngarnir eign skuldbindingum því að þeir sjá hvað er að fara að gerast.
Og svo segja fróðir menn að ríkinu sé um að kenna að bankarnir hrundu, mér sýnist nú að rotturnar hafi vitað betur en svo, enda eru þær oftast fyrstar frá borði.
Og alltaf sýni sig að fyrirtækin eru siðlaus og peningar eru sterkari en lög, hvort heldur sem er ég og þú eða ríkið og einkageirinn.
![]() |
Lánin ekki afskrifuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.6.2009 | 16:29
Mér er að detta í hug
Sigurður G, er það nokkuð svo vitlaust?
Björgvin G hlýtur að geta reddað því, er G að verða ættarnafn? Kannski G séu nýju Thorsararnir?
![]() |
Samfylkingin auglýsir eftir framkvæmdastjóra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.6.2009 | 16:15
Æ æ æ
En leiðinlegt, en skiptir það einhverju máli, að halda þeim kröfum til þrautar með tilheyrandi gjaldþrotum og afföllum eða að ríkið inheimti hluta lánanna sem takjuskatt a niðurfelldum lánum?
Ég held ekki, sýnist þetta allt vera gert í mesta bróðerni......svo geta þeir sem eru ríkir eftir sukkið borgað brosandi og hinir almennu starfsmenn sem voru nógu heimskir til að taka þátt í þessu rugli borgað með blóði og svita.
Allt í gúddí
![]() |
Ekki hægt að snúa ákvörðun við |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.6.2009 | 10:21
Ég er lúði
Hvað eru margir lúðar einsog ég með 200 þúsund í viðbótarlifeyrissparnað sem rýrnað hefur um 30% á bakvið þessi mjög svo fullkomnu skattsvik?
70000000
deilt með 60000
=1166,6667 (ég skal vea .6667)
![]() |
Fékk 70 milljóna lán |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.6.2009 | 20:40
Gerum eitthvað í þessu
Ég birti þessa færslu í síðasta skipti þarsem hún smellpassar við viðfangsefnið, og líka aðeins af því að ég hef verið svo svekktur yfir hvað hún fær lítil viðbrögð.
Það er ófremdarástand í fangelsismálum landsins, einsog fram kemur í greininni eru menn ekki teknir til afplánunar í lengstu lög, margir sleppa altof vel vegna þessa en aðrir verða fyrir alverlegri lífsskerðingu vegna biðarinnar efitr plássi einsog bent er á í greininni.
Við höfum þyngt dóma og hert refsiramma án þess að auka pláss í fangelsum, á þetta eykst svo góður árangur lögreglunnar í "stríðinu" gegn eiturlyfjum, þetta hefur og er að hafa slæmar afleiðingar, hópurinn stækkar hratt og fangelsin stækka ekki, auk þess að enn er starfrækt fangelsi á Skólavörðustíg sem helst er til þess fallið að verða safn eða einhversskona túristagildra frekar en mannsæmandi fangelsi.
Já tala nú ekki um þegar verið er að handtaka menn í fangelsunum sjálfum einsog gerðist í þessari viku.
Já þetta er algjört grín, en staðreyndin er nú sú að það er bara ekkert pláss í fangelsum og lööööng bið eftir afplánun, því miður veldur þetta því að menn ganga lausir og afleiðingar eru afar vægar við afbrotum sem þessum. Gæsluvarðhaldsklefar eru fullir allstaðar og nú er það þannig að einangrunarklefa Litla Hrauns eru allir uppteknir svo þar er engin leið að setja þá erfiðustu í einangrun.
Það þarf að þjóðnýta aðalstöðvar Íslandsbanka/Glitnis við kirkjusand ásamt gamala strætósvæðinu og gera það að fangelsi, húsið er virkilega vel til þess fallið og lýtur meira að segja út einsog fangelsi, strætósvæðið gæti svo nýst sem viðhaldsplan fyrir ríki og bæ þarsem hægt er að gera við og janfvel byggja einhverja skemmtilega hluti sem nýtast okkur í kreppunni sem framundan er, jafnvel tilraunamatvælaframleiðslu með áherslu á nýbreitni og fullvinnslu. Þeir sem gerst hafa sekir um ræktun geta svo sett upp gróðurhús og svo er þarna kjörið tækifæri fyrir markað svo fangelsið getur að vissu leyti rekið sig sjálft.
Sérálmu er hægt að gera fyrir fjárglæframennina okkar þarsem þeir verða nýttir til að hjálpa til við að gera upp fortíðina og segja okkur satt um hvað gerðist í bönkunum, þeir sem sýna samvinnu fá afslátt á refsingum og hóflega launað starf við að endurreisa bankakerfið, hér þarf að búa til nýjar leikreglur og refsa þeim sem virkilega valda fjöldanum skaða.
Þar gæti líka farið fram síbrotavistun og frelsissvipting fyrir fíkla til endurhæfingar, þarsem ég trúi lítið á að dæma veikt fólk í fangelsi og ég persónulega tel eiturlyfjaneitendur undir veikt fólk sem þarf hjálp.
"Stríðið" gegn eiturlyfjum sem Nancy Reagan og maður hennar stóðu fyrir er ekki eiginlegt stríð vegna þess að stríð í skilningi þess orðs enda einhverntímann, þetta mun aldrei taka enda.
Þarna væri hægt að kalla saman þá aðila sem vinna að endurhæfingu fíkla, SÁÁ, Samhjálp, Samstöðu, Krýsuvíkursamtökin, Fangelsismálastofnun, Landspítalann, Hjálpræðisherinn, Ekron auk allra sem ég er að gleyma. Halda einn fund og bjóða ÖLLUM að starfa innan þessarar stofnunnar, án samkeppni því að ekki henta allar meðferði öllum, svo að fangarnir/sjúklingarnir fái virkilega hjálp til að komast útúr þessu lífi ef þeir kjósa svo. Svo er það að hafa öflug og góð samskipti við þá sem eru í hinum ýmsu 12 spora samtökum um mikið starf innan vegja þessa "Endurhæfingarfangelsis" sem án spaugs er að miklu leyti byggt á Kardemommubænum.
Ég er draumóramaður en ég er ekki sá eini og þetta er vel geranlegt.
Stundum er mesti ósigurinn falinn í uppgjöfinni og eftir það að velja sér bardagana sem taka skal og forðast hina sem eru algjörlega fyrirsjáanlega tapaðir. Hver sýnist ykkur vera árangurin af hertum viðurlögum við eiturlyfjum? Svarið því heiðarlega, ég hef svarað því fyrir mitt leyti að sá árangur er lítill sem enginn, vissulega eru millisalarnir og smásalarnir læstir inni reglulega en það er svosem nóg til af þeim svo það sér ekki högg á vatni, stórlaxarnir nást afar sjaldan og t.d. þekki ég til þess að lögreglumenn eru enn þá steinhissa á sumum af þeim stóru málum sem þeir hafa komið uppum síðustu ár. En raunverulegir athafnamenn, verktakar og bissnissmenn eru orðnir stórir þáttakendur beint og óbeint í fíkniefnasmygli.
Það skírist af því að verð hér er mjög hátt og arðsemin er gríðarleg, arðsemi er jú málið í viðskiptum, þegar þú svo þarft aldrei að taka neina áhættu sjálfur þá verður þetta freistandi fjárfestingmöguleiki.
Gerum fangelsi að freistandi fjárfestingu fyrir ríkið og notum svo tímann í að endurhugsa þetta stríð.
![]() |
Aðbúnaður fanga ekki nógu góður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.6.2009 | 14:19
Það læra börnin
sem fyrir þeim er haft.
Eru Manure virkilega að verða jafn heimskir og Real Madrid?
En engu að síður verðr þessu hafnað........vitið til, Rafa segir upp starfi sínu ef þeir selja Rauðnef næstbesta leikmanninn hanns.
Þetta er að verða persónulegt.
En svo er þetta frétt úr Sunday Express, ekki beint heimild.
![]() |
United sagt íhuga tilboð í Torres |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.6.2009 | 23:51
Næsland.is
Svona gerum við í fjölskyldunum okkar, er einhver furða að við séum búin að koma okkur útaf korti í alþjóðlegum viðskiptum?
Þarna er að sjá kjarnann í Íslnesku viðskiptalífi, fólk sem svíkur eigið blóð og þjóð fyrir eigin gróða og hagsmuni, mikið er þetta sorglegt og mikið hlítur svona fjölskyldu að líða illa.
En hvað endurspeglar þetta ykkur um okkur sem þjóð, ég get alveg staðið á því að þar sem ég hef ekki komist í aðstöðu til ða svíkja út svona mikið fé sé ég eitthvað "meira" heiðarlegur en þetta fólk.
En hvað hefðum við gert hver og eitt okkar?
Þekkja ekki allir til náinna vina og ættingja sem hafa deilt um arf og kvóta svo ekki grær aftur, geta allir bloggarar og manneskjur á þessu landi svarið sig alheilbrigð og með það sterk bein að slíkar freistingar hafi engin áhrif?
Erum við manneskjur sem bara þurfum Sigurð G eða annann slíkann lögfræðing til að sýna okkur götin í lögunum svo við getum makað krókinn, því miður sýnist mér það.......
Lagaramminn er götóttur og góðu lögfræðingarnir og dýrustu leika sér að honum daglangt, þeir gera það sem þarf, á meðan kerfiskallar sem Valtýr og aðrir dómarar og saksóknarar kvarta undann fátæklegum aðbúnaði og litlum peningum.
![]() |
Skip og veiðiheimildir í nýtt félag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.6.2009 | 19:10
SS fjármögnun???
Þetta er afar slæm tímasetning fyrir ofurlögfræðinginn Sigurð G, hann eyðir tíma sínum í að verja kerfið og kallana innan þess vegna eigin hagsmuna í þeirra þágu, og svo poppar upp svona óþægileg "mistök".
Hann ræðst að Evu Joly fyrir að hún sé ósanngjörn við Valtýr Sigurðsson og telur hana vanhæfa til starfa, samt er hann virkur leikmaður úr hruninu og var greinilega virkilega upptekinn af að aðstoða þá sem minnst máttu sín í bankahruninu, það þýðir að menn sem eiga eiginn lífeyrissjóð geta lánað sér peninga af skattfrjálsum peningum með lágum vöxtum í mörg ár, það mörg ár að manni jafnvel grunar að aldrei eigi að borga það, var það ekki tilgangurinn með kúlulánunum?
Allir eiga rétt á verjanda og allir eiga að vera jafnir gagnvart lögunum, en ofurlögfræðingar einsog Sigurður G eru bara þarna til að hlunnfara kerfið og stefna hagsmunum almennings í stórhættu, Sigurður G er snjall en það er óþarfi að gera lögin þannig að hann geti gert bara það sem honum dettur í hug.
Veð í hálfu húsi er svo auðvelt ef það þarf að innkalla það til fyrirtækis sem Sigurjón á("lifeyrissjóðurinn"), þá verður húseignin bara heimilisfang ehf og Sigurjón borgar frúnni leigu, getur ekkert klikkað, og ef það er eitthvað vesen þá kemur bara Siggi G og reddaressu.
Þess má líka geta að Sigurður G var stjórnarmaður í Íslandsbanka, hvernig væri að svipta þá sem settu bankana í þrot fjárhagslegu sjálfstæði einsog Bresk stjórnvöld gerðu við Ísland? Timabundið á meðan rannsókn stendur, því miður fara glæpamenn oft aftur á vettvang glæpsins og reyna að skemma fyrir rannsókninni, það kann Sigurður G öðrum fremur.
Skrítið að fá svona mikla vinnu ef maður er alltaf að gera einhver "mistök".
![]() |
Sigurjón lánaði sjálfum sér fé |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)