Færsluflokkur: Bloggar

Þetta verður spennandi....

Opið og vonandi enda ég uppá borðinu, það væri nú gaman....

 

Gústi Bæjó! Hljómar vel ekki satt?


mbl.is 53 sækja um stöðu bæjarstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

eeee....leyfið mér að hugsa....LÆK!!

Heiða verður svo sannarlega frábær í þessu starfi og ég óska henni innilega til hamingju með starfið og þaka henni samstarfið í liðnum kosningum. Gaman að rústa þessu með henni, og nú hefst Bestun Raykjavíkur fyrir alvöru.

 

 


mbl.is Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott hjá henni...

Sóley hefur þurft að venjast yfirgengilegri nafnaköllun og aðförum, vissulega er hún beitt og skoðanasterk en þessi ótti karla sem bregðast svona við henni segir meira um slíkar gúngur en hana.

Hún er vissulega stundum klaufaleg í orðalagi og getur auðveldlega misskilist en þetta hefur gengið of langt.

Ég vil leggja það til að feminisminn fái þó ekki væri nema tímabundið karlmenn til liðs við sig og við sköpum nýjann farveg fyrir baráttu sem svo virkilega er þörf og góð. Og hvar voru kynsystur henna rí pólitíkinni á meðann þetta gekk á? Samþykktu þær slíkt tal eða tóku þær skýra afstöðu gegn því óháð því hvaða áhrif það hefði á fylgi þeirra flokks?

Hér er svo pistill frá Grím Atlasyni: http://blog.eyjan.is/grimuratlason/2010/06/05/hun-er-skass-hann-er-fylginn-ser/   hann lýsir hug mínum afar vel.

 

Kv Ágúst


mbl.is Kannar réttarstöðu sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og hatar MBL þá nýjann borgarstjóra? Nei ég skil ekki alveg...

Mögnuð blaðamennska, munið líka að einn karakterinn í Fóstrbræðrum stakk uppá því að skjóta afa....það gæti orðið næsta fyrirsögn.....

 

Hahahahah ógeðslega fyndið...

Kv Ágúst


mbl.is Danir rifja upp myndband með Jóni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kynnist okkur....og komið að stjórn Reykjavíkur með ykkar hugmyndir

Her er leið til að kynnast okkur og okkar vinnubrögðum, hún virkar og mun verða tekin inní þessar viðræður svo endilega verið dugleg að kynna ykkar hugmyndir.

Her er slóðin: http://www.betrireykjavik.is/

Kv Ágúst Már Garðarsson


mbl.is „Erum að kynnast“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já það er ekkert grín hvað það er gaman hjá okkur...

Einsog myndinn sýnir, ég verð bara hálf vandræðalegur......sniðugt samt.

 

Kv Ágúst


mbl.is Besti og Samfylking ræða saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er landkynning á spottprís....

Ég myndi kalla þetta gríðargóða landkynningu og það án nokkurs kosnaðar, það er meira á leiðinni frá allskonar löndum. Það verður landkynning í lagi þegar Besti flokkurinn sest í Ráðhúsið og pólitík breytist svo um munar.

Eitthvað held ég að það hefði mátt bíð ameð þessar 700 milljónir sem eytt er í auglýsingastofur nú um stundir.

Kv Ágúst Már 13 sæti Besta flokksins

gleð gleði gleði


mbl.is Kynnir sér stöðuna í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Maður að meiri

Ég óska Steinunni til hamingju með þessa ákvörðun og vona að hún finni sér eitthvað að gera í framtíðinni.

Það eru vindar breytinga sem blása um Reykjavíkurborg þessa dagana og vonin dafnar sem brumhnappur á björtum vordegi.

Takk fyrir móttökurnar í Breiðholtinu í dag kæru kjósendur og hundar....

Kv Einhver Ágúst


mbl.is Steinunn Valdís segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonin....er svo dýrmæt

Vá! Að sjá þetta gerast gleður mig óstjórnlega, að sjá fólk af ólíkum skoðunum finna sér umræðugrundvöll óháð lífsskoðunum sínum mótuðum af stjórnálaflokkum.

Að sjá vonina dreifast um landið einsog jákvæður vírus og sjá gleðina tekna alvarlega er vítamínið og krefturinn sem ég persónulega þarf á að halda í þessari kosningabaráttu alveg óháð hvað fólk kýs þegar upp er staðið.

Við höfum skapað nýjann vettvang og tekið skrefið inná nýjar lendur í uppgjöri fortíðar með augun á framtíðinni.....takk fyrir það.

Að gera ráð fyrir vonbrigðum vegna fyrri atburða mun útiloka okkur frá voninni og gera líf okkar fremur snautt.

Kv Ágúst Már 13 sæti Besta flokksins.

P.s. ég er matreiðslumaður í leik-og grunnskóla og mun starfa að þeim málum ef ég fæ til þess tækifæri auk annarra hugðarefna minna. Á listanum okkar er gríðarlega mikið af kraftmiklu menntuðu og góðu fólki sem vill gera borgina okkar betri og skemmtilegri.


mbl.is „Fyllist von fyrir hönd borgarinnar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært en stunguspaðinn þarf að fara dýpra en þetta....

 Flott könnun svosem en lítil og gerð fyrir Morgunblaðið

Svo trúverðugleikinn er eitthvað brogaður, margir eru óákveðnir og ég er þess fullviss að við eigum meira fylgi inni.

Þakka stórkostlegar móttökur og gleðilega daga í Reykjavík og á kosningaskrifstofunni okkar að  Aðalstræti 9, allir velkomnir.

Kv Ágúst Már Garðarsson 13 sæti Besta flokksins


mbl.is Mikið forskot Besta flokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband