Færsluflokkur: Bloggar
22.5.2010 | 01:59
Þetta er allt að koma.....gleði gleði!
Ég þakka stuðninginn en bendi á að meira þarf ef duga skal! Það vantar enn svona 32% svo ég sé öruggur inni.....
En svo ég taki það fram í gegnum gleðina þá er þetta skoðanakönnun og allt getur gerst ennþá, mín persónulega trú er að þetta vaxi enn frekar fram að kosningum og dali svo örlítið.
En þakkir allir sem standið í þessu með okkur og öll þið sem eruð að ákveða að kjósa okkur, en þið hin sem enn kjósið hina flokkana fáið alveg knús líka. Ég styð ykkur alveg, eina sem ég vil af kjósendum er það sama og ég krefst að stjórnálamönnum. S.s. að fólk kjósi eftir sannfæringu sinni og trú. En hlýjan og áleitnar spurningarnar sem umlykja mann á kosnongaskrifstofu okkar að Aðalstræti 9 eru stórkostleg upplifun, endilega kíkið við á morgun í kaffihlaðborð eftir kl 13.
Það er að gerast alþjóðlegt phenomen hér á Islandi og 700 milljóninrar sem Einar Karl og liðið er að eyða í að markaðssetja Ísland mun drukkna í þessari glæsilegu landkynningu.
Bestu kveðjur Einhver Ágúst 13 sæti Besta flokksins
Besti flokkurinn með 8 fulltrúa? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
21.5.2010 | 23:41
Þetta er alveg samkvæmt minni spá um 2-4-6-8
Tvöfalda bítið var fundið upp af Gunnari Jökli, nú tekur Besti flokkurinn tvöfalt bít og er afar hress og þakklátur fyrir þennan stuðning og hlýju sem kjósendur eru að sýna okkur og sérstaklega gleðina í andliti þeirra sem hafa afgert að kjósa Besta flokkinn.
það er svo augljóst hverjir kjósa Besta flokkinn. Jafnvel sést betur en hverjir drekka Kristal.
Við erum enginn Messías, við erum bara góður hópur leiddur saman á réttum tíma og við brennum í skinninu að vinna fyrir Reykvíkinga. Sjáiði til, við munum gera þetta skemmtileg, bragðgott og hagkvæmt. Það er nefnilega hægt að spara og vanda sig um leið, það þarf ekki allt að verða drasl og leiðinlegt.
Bestu kveðjur Einhver Ágúst 13 sæti Besta flokksins
Jón Gnarr: Ég er stoltur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
21.5.2010 | 12:12
For our english speaking voters-the Best video with subtitles
Here:
http://www.youtube.com/watch?v=xxBW4mPzv6E
Ágúst somebody/nobody 13 place city council elections 2010
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.5.2010 | 10:06
Spennandi...
Það má alveg ræða niðurskurð í Háskólum án þess að allt verði vitlaust, það er skorið niður í grunnþjónustu og skyldunámi svo lúksus sem háskólanám má ekkert vera undanskilið.
Ef það er tilfellið að það má bara skera niður í þeim málum sem varða málleyingja, blinda, börn og aðra aumingja þá vil ég að börn fái umsvifalaust kosningarétt......
Væri ekki mikið einfaldara að taka þessi mál úr farvegi stjórnmálanna þarsem þetta virðist vera það eina sem skilur virkilega á milli flokkanna hefðbundnu? Þá geta sérræðingar borgarinnar á fjármálasvið látið vita þegar þarf að hækka annað hvort útsvar eða til dæmis dagvistunargjöld. Þá er útbúin kosning á neti eða með pósti þarsem borgararnir sjálfir ákveða hvora leiðina þeir vilja fara? Ég er ekki að tala um höfnunarleiðina í Kaliforníu heldur val milli A og B....frekar einfalt og við sleppum við fólk sem lýgur skipulega á 4ra ára fresti og lofar einhverju rugli.
KV Einhver Ágúst 13 sæti Besta flokksins
Ekki hægt að réttlæta kennslu í sömu greinum í mörgum skólum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.5.2010 | 12:53
Hvernig urðu dagvistunarmál barna pólitískt mál? Og er þá ekki best að börn fá kosningarétt?
Það er svo undarleg þessi afstaða milli þessara flokka, einu virkilegu málefnin sem ég sé á milli þeirra eru einmitt þessi:hvor sé með sköttum og hvor sé á móti. Annað er nú lítið sjánlegt, mest svona stétt með stétt þvaður.
Reykjavík er stórt þjónustufyrirtæki sem þarf að reka skynsamlega þannig að borgararnir fái að lifa hér góðu og hamingjuríku lífi. Það er alveg ljóst að það þarf annaðhvort að hækka útsvarið eitthvað eða dagvistunargjöld og önnur gjöld.
En að rífast um hvort sé betra er bara í besta falli skrítið umræðuefni sem mest miðast við hagi hvers og eins, hvort menn eigi börn eða ekki eða hvar menn eru í launatröppunum.
Einhverskonar leið verður farinn á næsta kjörtímabili, líklegast í þessu tilfelli sem öðrum er að best sé að fara bil beggja. Er ekki best að flokkarnir/flokkurinn sem þá stjórnar sé óbundinn af að hafa lofa svona vitleysu í því óvissuástandi sem nú ríkir?
Bestu kveðjur Einhver Ágúst 13 sæti Besta flokksins
VG vill fullnýta útsvarið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.5.2010 | 12:00
Verið velkomnir í faðm Reykjavíkur...
Sameining Reykjavíkur og Álftaness mun ekki verða neitt erfiðari en sameining Reykjavíkur og Kjalarness er það?
Ég fagna því ef Áftnesingar velja að sameinast Reykjavík og kalla eftir því að við Reykvíkingar tökum vel við þeim og gerum vel við Álftanes án þess að þröngva á þá byggingaæði og gjörnýtingu lóða sem sveitarfélagið á, það er hægt og raunar mjög dýrmætt að halda í þau grænu svæði sem við höfum til afnota á stór Reykjavíkursvæðinu. Útivist og leikpláss eru nauðsynlegur hluti borgarlífsins, borgaranna og dýranna sem þar lifa.
KV Einhver Ágúst 13 sæti Besta flokksins.
Skuldir og sameiningarmál ofarlega í hugum Álftnesinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.5.2010 | 23:44
Ég hef séð þetta áður...
Á árunum sem ég bjó í Noregi var einmitt nýbúið að setja orkuna(vatn og rafmagn) á frjálsann markað, það olli því að nágrannalönd og iðnaður keyptu mikla orku og rafmagnsverð rauk upp í Noregi. Afleiðingar þessa urðu að fólk vílar sér við að kynda almennilega og ellilífeyrisþegar hreinlega dóu úr kulda á veturnar frekar en að kynda.
Það er nefnilega eins með orkuna okkar og fiskinn, þegar við þurfum að keppa við fjársterka aðila um allann heim um þessar auðlindir verður varan of dýr fyrir okkur sjálf, ég meina hafið þið keypt fisk nýlega? Það er orðin lúksusvara á landi sem á ríkustu fiskimið og fiskveiðihefði í heimi hér.
Skrítið ekki satt en gerist aftur og aftur.
Óttast hærra orkuverð til almennings | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.5.2010 | 23:58
Já nú er þetta allt að koma.....
Takk fyrir traustið kæru Reykvíkingar, ég vil sérstaklega taka það fram að þetta er ánægjufylgi og það sýnir hugrekki og jákvæðni að kjósa okkur sem skipum lista Besta flokksins.
Þetta er rétt að byrja og gleðin og vöxturinn jafnt andlega sem veraldlega mun koma ykkur öllum í opna skjöldu og jafnvel okkur sjálfum.
Góðar stundir Einhver Ágúst 13 sæti Besta flokksins
Besti flokkurinn stærstur í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.5.2010 | 13:01
Enda stórhættulegt..
Gott samt að reglurnar eru á hreinu hvað þetta varðar.
Bannað að spila bingó á hvítasunnudag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.5.2010 | 11:31
Vá en glæsilegt!
Innilega til hamingju Björk og njóttu vel, gaman að þetta séu Ísbjarnarverðlaun..........
Björk fékk Polarverðlaunin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)