Úfff.....

Þetta er ömurlegt ef rétt reynist...

En kemur þetta okkur á óvart? Getum við horft í hjarta okkar hvert og eitt og fullyrt að hér séu kynþáttafordómar ekki bara frekar landlægir og útbreiddir?

Hafið þið ekki hlustað á slíkt tal á kaffistofum?

Hafið þið ekki heyrt slíkt í fjölskylduboðum?

Hafið þið tekið þátt í eða heyrt að kenna útlendingum um glæpi á Íslandi?

Ég verð að viðurkenna það að ég hef heyrt þetta víða og það afar sterka fordóma og ljóta, ég hef brugðist við og reynt að svara viðkomandi en það hefur ekki mikið að segja.

Það þarf gagngera fræðslu um þetta og umfjöllun.....og samhent átak

Slíkt hatur og ofbeldi þarf að gera alveg ljóst að er ekki velkomið að tjá í orði né æði á Íslandi.

 Við förum ekki með hatri gegn fólki sökum húðlitar, kynhneigðar, stjórnmálaskoðana eða trúarbragða.  púnktur

Fræðum þá er vilja fræðast en gerum hinum sem ekki láta sér segjast(og þeir verða alltaf) það alveg ljóst að þeirra skoðanir eru ekki velkomnar í okkar samfélagi.

Já ég veit....soldið harkalegt en þarna þar sem fólk er vakið að hætti Kú Klúx Klan liggja þolinmæðis og þolgæðismörk mín fyrir skoðunum annara, því miður er ég svona fordómafullur gagnvart ofbeldi.

Von mín er sú að á Laugardaginn klukkan 14 göngum við fyrstu Alþjóðagöngu Reykjavíkur niður Laugaveginn og höldum hátíðlega friðargöngu þarsem við lýsum yfir að Íslenskt samfélag lýði ekki ofbeldi gegn Íslendingum af erlendu bergi brotnir.

 

Kv Gústi


mbl.is Feðgar flýðu land vegna hótana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einhver Ágúst

Nei, göngum frekar frá Hallgrímskirkju og niður Skólavörðustíg niður á Hallærisplan....

Einhver Ágúst, 13.9.2010 kl. 10:29

2 Smámynd: Einhver Ágúst

Og kannski ekki alveg fyrsta svona gangan en skiptir engu....svörum ákalli þesa fjölskylduföður um hjálp.....

Einhver Ágúst, 13.9.2010 kl. 11:59

3 identicon

Rétt hjá þér Ágúst og niður með fordóma og hatur gagnvart öðrum og elskum náungan eins og sjálfan okkur. Uppáhalds drykkurinn þinn kemur í kaupfélagið eftir þrjá mánuði og það er hvítöl og þá fáum við okkur hvítöl Ágúst.

Jónatan (IP-tala skráð) 13.9.2010 kl. 22:45

4 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Minntu mig á það!

Ingibjörg Friðriksdóttir, 14.9.2010 kl. 12:16

5 identicon

það er alveg hægt að kenna útlendingum um glæpi á íslandi, ef þú skoðar tölulegar staðreyndir þá sérðu að það eru fleiri glæpir framdir af útlendum mönnum miðað við fjölda.

Ísland fyrir Íslendinga

Kristján (IP-tala skráð) 14.9.2010 kl. 12:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband