Hvers hagsmuna og öryggis er lögregla þessa lands að gæta?

Þetta er hið undarlegasta mál og vekur mér furðu hvaða tímasetning er valinn til verksins, laumast í skjóli svo minnst verði um þetta fjallað í fjölmiðlum og helst sem fæstir viti af þessu.

Hver á þetta hús?  Eru það samson eða aðrir siðspilltir "verktakar" í þeirra stjórn sem skipulega hafa eyðilegt og lagt hús í eyði í miðbænum til að skapa sér meiri peninga og völd. Stundum með hjálp handrukkara og misyndismanna einsog frambjóðandi okkar í Reykjavík Norður Þráinn Bertelsson var duglegur og raunar einn um að benda á hér meðann allt lék í lyndi hann skrifaði um þetta greinar og þorði að fjalla um hættuleg mál meðan það var verulega óvinsælt að tala neikvætt um þessa mætu menn sem hér réðu öllu leynt og ljóst, með mútum til stærsta(hahahah í þátíð) stjórnmálaflokks landsins og tilheyrandi fyrirgreiðslum og spillingu.

Er þetta það fyrsta sem þarf að gera? Tæma tómt hús af fólki sem ætlar allaveganna að nota það til einhvers gagnlegs, hlúa að hvort öðru og gefa mat og upplýsa hvort annað um hina hlið málanna.  Mikið finnst mér það undarlegt, hefði ekki bara verið fínt að fá þarna félagsmiðstöð hugandi fólks, þó það klæði sig undarlega og hafi undarlegar skoðanir þá hefði kannski bara eitthvað gott komið útúr því, kannski höfum við öll gott af að heyra mismunandi skoðanir og sjá hvort þar sé eitthvað að finna sem færir okkur saman að eihverskonar sannleika og sátt í frekar sundruðu og lömuðu þjóðfélagi dagsins í dag.

En nei vélsagir og táragas, fjöldahandtökur og peningasóun Lögreglustjóra, og hvar er Dómsmálaráðherra?

 


mbl.is Komnir upp á aðra hæð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þó að þetta fólk telji sig vera að gera gott þá er það ennþá kolólöglegt að brjótast inn í hús sem annar á og eigna sér það. Þannig lögreglan er að gæta hagsmuna og öryggis þeirra almennu borgara sem fara að lögum og eigna sér ekki hús annarra..

Pétur (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 16:37

2 Smámynd: Einhver Ágúst

Já einmitt, 30 lögreglumenn í þetta ónýta og ónýtta hús á meðan sýslumaðurinn á akranesi  með nokkra aðstoðarmenn er að svitna yfir rannsókn bankahrunsins og spillingar hér á landi, sérðu þetta ekki?

Einhver Ágúst, 15.4.2009 kl. 20:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband