Það á að vera dýrt að búa á Íslandi og ferðast hingað.

Þeir sem vilja flytja mega svo bara flytja, þeir geta hitt fyrir bitra miðaldra íslendinga sem stungu af frá skuldum hér 1989 vegna Skattmanns í líki Ólafs Ragnars þáverandi fjármálaráðherra.

Hvað Sigmundur kallar svo "meðaltekjur" er afar forvitnilegt, er það yfir 600 þúsund?

Á versta tíma?

 


mbl.is Ýtir undir landflótta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Reyndar hækka tekjuskattar á einstaklinga með yfir 270.000 ISK í mánaðarlaun en ekki yfir 600.000 ISK, sem er undir meðallaunun. Þessu til viðbótar munu neysluvörur hækka vegna hærra virðisaukaskatts, sem þá mun hækka verðbólgu og með því hækka höfuðstól lána.

 Svo þó ég sé almennt ekki sérlega hrifinn af Framsókn þá er ég það í þetta skiptið.

Siggi (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 19:17

2 Smámynd: Einhver Ágúst

Þá ferðu bara á Icelandair.com og kaupir stakann flugmiða til noregs eða hvert sem er, svo sérðu bara til hvort að það sé eitthvað betra.

Svona fljótt á litið sé ég ekki betur en að þetta skattkerfi sé afar svipað því norska sem ég persónulega bjó við í 3 ár og þótti bara frekar gott og mun skiljanlegra en það sem við höfum hér.

Einhver Ágúst, 18.11.2009 kl. 19:25

3 identicon

Er ekki að halda því fram að ekki megi hækka skatta á há laun, þó persónulega finnist mér að ekki eigi að hækka álög á fólk með undir 400.000 í mánaðarlaun. Þessar breytingar eru heldur ekki beinlínist til þess fallnar að einfalda skattkerfið.

Siggi (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 19:33

4 Smámynd: Einhver Ágúst

Þetta er öðruvísi kerfi en við höfum búið við það er rétt, en sjáðu þetta í aksjón, það meikar sens þá. Allaveganna ef þetta er eins líkt því norska og mér sýnist.

Einhver Ágúst, 18.11.2009 kl. 19:56

5 identicon

Hvað meinarðu að það eigi að vera dýrt að búa hér og ferðast til landsins? Er það eitthvað kappsmál hjá þér, eða Borgaraflokknum? Ég hélt að sá ágæti flokkur hefði verið stofnaður til að rísa upp gegn okuráþjáninni.

Rétt að við erum að fá norrænt skattakerfi og ekki endilega slæmt. Hinsvegar erum við með bandarískt velferðarkerfi og stefnum í þriðja heims laun. Á hinum Norðurlöndunum fær fólk eitthvað fyrir skattana.

Theódór Norðkvist (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 21:57

6 Smámynd: Einhver Ágúst

Borgaraflokkurinn var ekki hugsaður sem stjórnmálahreyfing svo að hann átti ekki að hafa neinar yfirlýstar stefnur, því hefur verið breytt svo að sú hreyfing er einsog svo margt sem við mennirnir bardúsum ónýt af hagsmunapoti og rifrildi um tittlingaskít. Við erum nú ansi langt frá bandarísku velferðarkerfi og þriðja heims launum, það sem ég er að meina að það er lúksus þrátt fyrir allt að búa á þessu friðsæla og ómengaða landi, og það kostar. Sérstaklega nú þegar við skuldum upp fyrir haus þá þarf að sanka saman öllu sem hönd á festir til að halda sjúkrahúsum, skólum og þjónustu gangandi.

Einhver Ágúst, 19.11.2009 kl. 00:18

7 identicon

Gústi minn

Hvers vegna ertu svona neikvæður til þeirra sem vilja flytja af landi brott? Er ekki í lagi að fólk flytji sig um set ef það telur það þjóna sínum hagsmunum betur? 

Palli

Pall Steinarsson (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 03:11

8 Smámynd: Einhver Ágúst

Hehehe..hæ Palli, ég er ekkert neikvæður bara hress með að fólk fari sem víðast og víkki sjónddeildarhringinn, það gerði ég og sjáðu hvað ég er frábær!!

Ég er bara að hvetja fók til dáða, játa alveg að það væri fínt ef það væru svo fíflin sem myndu flytja, enda vill maður hafa þau sem fæst í kringum sig.

Bið að heilsa uuuu Singapúr er það ekki?

Kv Gústi

Einhver Ágúst, 19.11.2009 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband