Partý!! Nei afsakið, mannfagnaður!!!

Ég bara kemt því miður ekki...leiðinlegt.

Bóndi er bústólpi og allt það....en ekki fæ ég nú samt vatn í munn af Guðna þó hálfnafni minn sé, þvílík leiðindi og tímaskekkja að fá einn af postulum klúðursins, manns sem minnst verður fyrir að hafa í misgóðum félagsskap stýrt landinu hraðbyr fram af brúninni.

 


mbl.is Fullveldishátíð Heimssýnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta þýðir...

....að við erum búin að vera afar dugleg að breyta neyslunni okkar og hlúa um leið að innri hagkerfinu og minnka atvinnuleysi.

En fallegt, þetta gátum við.

Kannski er samt bygginga og framkvæmdamarkaðurinn sem stendur fyrir stórum hluta þessa "sparnaðar", en það er nú alveg ágætt, sá bransi þurfti að fara í meðferð eftir áralangt sukk og óráðsíu.


mbl.is 60 milljarða afgangur af vöruskiptum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er það endilega slæmt?

Fólki á vesturlöndum finnst almennt allt sem skerðir þægindakröfur þeirra bjánalegt, og kemur með mótrök um hugsanleg óþægindi.

Þegar ríkið nú leytar leiða til að spara og auka tekjurnar þá er eðlilegt að þessi þáttur sé tekinn fyrir þarsem þarna má auka eða allaveganna viðhalda sömu tekjum með aukinni gjaldtöku og jafnvel í leiðinni minnka mengun, umferð, slysatíðni og jafnvel lífstílssjúkdóma sem offitu og hjartasjúkdóma.

Við þurfum að skoða þetta málefni hvert og eitt, ég á pabba sem hjólar í vinnuna allt árið og það er fyrir mér mikill töffaraskapur enda hann í gríðargóðu líkamlegu formi og það mun taka mig 20 árin sem vantar uppá til að ná þessum lífstíl.

Það er vinna og hingað til hef ég verið of latur til að framkvæma það.

Bíllinn er gríðarslæmur ávani.


mbl.is Bensínið kostar 60.000 meira
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bull og blaður

Það er nú gaman að sjá Sjallana í grimmum Hjörleifs-ham....þau geta talað heil ósköp Ragnheiður Elín, Tryggvi litli og Birgir, verst þau hafa ekkert að segja.

 


mbl.is Þinginu haldið í gíslingu málþófs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heldur hann?

Að við séum bara almennt með dagpeninga landkrabbarnir?

Það er nú misskilningur en vissulega eiga dagpeningar flokksgæðinganna að hverfa og það sem fyrst, en það hefur nú lítið með sjómannaafsláttinn að gera.


mbl.is Sjómannaafslátt þarf að hækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæsilegt framtak

Af hverju ætti ein stétt manna ð vera með afslátt af sköttum? Geta þeir ekki bara samið beint við sýna vinnuveitendur einsog við hin?

Enn ein hlífðarhöndin yfir útgerðarkóngum þessa lands, og já eigendum fjölmiðlanna og bankanna lengi vel.

Barn síns tíma sem var löngu trímabært að leggja niður.


mbl.is Sjómannastarfið mikið breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gerum grín að okkur sem heild.....mér og þér og þroskaheftum..ekki skilja útundan

Hvurslags vitleysa er þetta? Að leggja rugluðum, dópuðum og útúrheimskum "karakterum" í fangelsi orð í munn getur ekki verið tekið alvarlega er það?

Gerum grín aða okkur öllum og verum ekki að skilja útundann.


mbl.is Óvirðing við þroskahefta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einmitt það...

Ég hef nú þokkalegann skilning á að fólki þyki hávaði óþægilegur þegar það vill sofa, en við búum nú í borg eða viljum kalla okkur það og borgir hafa það eðli að þar skapast skemmtanalíf í miðbænum og tilheyrandi fylgifiskar svosem hávaði og ofbeldi.

Það er nú samt hátíð að labba um miðbæinn og sofa þar eftir að opnunartímar voru gefnir frjálsari, vissulega var einhver öfgahelgi síðustu helgi ogh þá kemur þessi tilkynning í kjölfarið, en almennt er lítið slegist í dag í miðbænum miðað við þegar ég var unglingur.

Er ekki undarlegt að búa í miðbæ og láta læti trufla sig? Ég var nýverið í París, og það nálægt miðbænum, þvílík læti hef ég aldrei heyrt í fólki, sjúkra og logreglubifreiðum en ég skildi að ég var í borg og meira að segja í miðborg og lét þetta nú lítið trufla mig, og auk þess hef ég búið í miðbæ Reykjavíkur lungann úr ævinni og skil þetta aldrei almennilega, þetta er að heimsækja kvalara sinn að mínu viti.


mbl.is Vilja láta loka veitingahúsum fyrr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er kominn tími á sannleikann...

Lygar eru á ljóshraða, sannleikurinn tekur svona 10 ár að ná lygunum.....

 Hver er hissa? Kannski Davíð Oddson..sem jú fór í þetta stríð


mbl.is Mistök og leynd í Íraksinnrás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góður Þór...

Hann er svona um það bil eini maðurinn hér á landi sem kann á þaessa hluti og þess vegna kýs ég að hlusta þegar hann talar um þessi mál.

 


mbl.is „Erum komin í greiðsluþrot“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband